15/09/2015

0 Comments

Kókoskjúklingur frá Goa

Við förum alltaf í mat til tengdaforeldra minna á sunnudagskvöldum sem er skemmtileg leið til að enda vikuna og gott að hafa einn fastan dag í viku til að setjast niður og borða saman. Síðasta sunnudagskvöld var tengdapabbi farinn á sjó svo við ákváðum að bjóða tengdamömmu og mági mínum hingað í mat til tilbreytingar. […]

Continue reading...

10/09/2015

0 Comments

Indverskar lambakótelettur með hrásalati og jógúrtsósu

Það venst alveg ótrúlega fljótt að vera í fæðingarorlofi og satt að segja fljúga dagarnir og vikurnar svo hratt hjá að ég hef pínu áhyggjur af því. Það er merkilega mikið að gera þrátt fyrir að ég sé “ekki að gera neitt”. Litla daman er reyndar alveg virkilega ljúf og góð og sefur vel á […]

Continue reading...

14/08/2015

0 Comments

Egg og beikon

Það er fátt betra en að gera sér spæld egg og beikon á letilegum sunnudagsmorgni en það er samt eiginlega eitthvað sem maður gerir bara í einrúmi eða með sínum nánustu (sérstaklega ef maður lætur vaða í tómatsósu með!). Það er ekki beint elegant heldur eiginlega frekar frumstætt og þó það sé staður og stund […]

Continue reading...

13/08/2015

0 Comments

Lambaskankar með gremolata

Mér hefur alltaf þótt lambaskankar vera mjög vanmetnir enda eru þeir bæði virkilega bragðgóðir og tiltölulega ódýrir. Það er oft hægt að kaupa þá forkryddaða á sumrin og eru þeir þá markaðssettir sem grillmatur en þó þeir séu alveg ágætir þannig þá finnst mér fara þeim best að elda þá frekar lengi í ofni þar […]

Continue reading...

06/08/2015

0 Comments

Sykursöltuð grísasteik – taka tvö

Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég er ótrúlega léleg í því að nýta afganga en batnandi fólki er best að lifa og ég er að reyna að taka mig á. Það er nefnilega mjög góð tilfinning að útbúa eitthvað gómsætt úr einhverju sem hefði annars farið í ruslið, sérstaklega ef maður nær að gera eitthvað […]

Continue reading...

05/08/2015

0 Comments

Sykursöltuð grísasteik með kínverskum gljáa og bok choy

Ég er svo gríðarlega þakklát fyrir það hvað ég á yndislega og samheldna fjölskyldu enda veit ég að það er alls ekki sjálfgefið. Nánasta fjölskyldan mín hefur alltaf verið frekar lítil enda eiga foreldrar mínir aðeins tvö systkini hvort en í báðum fjölskyldum hefur sem betur fer verið lagt mikið upp úr því að hittast og […]

Continue reading...

04/08/2015

1 Comment

Ári síðar…

Það er ótrúlegt að það sé komið rúmt ár síðan ég skrifaði eitthvað hér síðast en ég ætla svo sem ekki að afsaka það eða velta mér mjög mikið upp úr því. Það fór allt á hliðina hjá mér síðasta haust því við keyptum hús og tókum það í gegn svo það gafst ekki tími […]

Continue reading...

25/07/2014

2 Comments

Frakkland

Þá er sumarfríið á enda í bili og á mánudaginn bíður vinnan og rútínan. Við eyddum fríinu að mestu í Frakklandi með foreldrum mínum, bræðrum og bróðurdóttur og það var alveg yndislegt. Við leigðum hús í útjaðri Les Sables-d’Olonne við Atlantshafsströndina þar sem fór virkilega vel um okkur enda húsið æðislegt og nóg pláss fyrir […]

Continue reading...

18/06/2014

0 Comments

Rabarbaraformkaka

Við Gunnar fórum í fyrsta ferðalag sumarsins um síðastliðna helgi og þó bíllinn okkar hafi bilað kortér í ferðalag með tilheyrandi drama þá rættist heldur betur úr öllu saman. Við fengum bílinn hennar mömmu lánaðan og brunuðum austur í Meðalland þar sem fjölskyldan hennar mömmu á lítinn gamlan bústað. Afi minn byggði þennan bústað í […]

Continue reading...