Archive | Meðlæti RSS feed for this archive

Naan sem klikkar ekki

13/10/2015

2 Comments

Ég er búin að ætla að segja ykkur frá þessu naan brauði í margar vikur en einhvernveginn gleymist það alltaf. Þetta rifjaðist svo upp fyrir mér í gær þegar ég var að elda indverska fiskisúpu fyrir stelpurnar í saumaklúbbnum. Naan brauðið hefði eflaust verið alveg fullkomið með súpunni en einhvernveginn fannst mér nóg að gera […]

Continue reading...

Indverskar lambakótelettur með hrásalati og jógúrtsósu

10/09/2015

0 Comments

Það venst alveg ótrúlega fljótt að vera í fæðingarorlofi og satt að segja fljúga dagarnir og vikurnar svo hratt hjá að ég hef pínu áhyggjur af því. Það er merkilega mikið að gera þrátt fyrir að ég sé “ekki að gera neitt”. Litla daman er reyndar alveg virkilega ljúf og góð og sefur vel á […]

Continue reading...

Majónes

10/03/2014

1 Comment

Í dag er mánudagur og það alveg mánudagslegasti mánudagur í langan tíma. Slabb og rigning, mars rétt byrjaður og allir einhvernveginn alveg á kafi í vetrarrútínunni. Það hefur ekki margt drifið á daga okkar hjónanna upp á síðkastið enda er búið að vera mikið að gera hjá okkur báðum í vinnu og öðru. Helgin sem […]

Continue reading...

Kjúklingabaunamauk að hætti Inu

30/01/2014

0 Comments

Matseðillinn á þessu heimili hefur sko aldeilis ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Ástandið er svo slæmt að ég hef eiginlega bara borðað skál af Special K í kvöldmat eða í mesta lagi Subway til hátíðabrigða. Botninum var þó óneitanlega náð á þriðjudagskvöldið þegar ég borðaði banana með hnetusmjöri og Gunnar borðaði popp. Haldið […]

Continue reading...

Jólahuggulegheit og heimagert sinnep

08/12/2013

0 Comments

Eftir að hafa hlaupið um eins og hauslaus hæna upp á síðkastið á milli jólahlaðborða, tónleika, námskeiða og vinnu þá kom loksins að því í dag að ég ákvað að vera heima og slaka á. Ég sat svo sem ekki auðum höndum (ég er ekkert voðalega góð í því) en ég kveikti á kertum, fékk […]

Continue reading...

Jerk kjúklingur með tómathrísgrjónum

26/08/2013

0 Comments

Við vorum einu sinni sem oftar með kveikt á Food Network um daginn þegar þátturinn Jonathan Phang’s Caribbean Cookbook byrjaði. Ég hafði verið að horfa á sjónvarpið en fór út að hlaupa og skildi Gunnar eftir með þáttinn í gangi og bjóst satt að segja frekar við því að hann myndi skipta um stöð um […]

Continue reading...

Hvítlauksbrauð með parmesanosti og sítrónu

16/05/2013

2 Comments

Um daginn var einhver að dást að því hvað ég væri alltaf dugleg að elda eitthvað spennandi og spurði hvort ég væri virkilega með eitthvað nýtt á hverju kvöldi. Uhhmm svarið við því myndi vera nei! Það gengur í bylgjum hvað ég er dugleg við að gera eitthvað nýtt og frumlegt og ég skal sko […]

Continue reading...

Miðausturlenskt lambaprime og salat

13/05/2013

2 Comments

Það má næstum því segja að síðastliðin helgi hafi verið of viðburðarík hjá mér. Á föstudaginn var vinnugleði og ég prófaði í fyrsta sinn að fara í paintball. Það var alveg æðislega skemmtilegt og mér fannst ég standa mig ágætlega þó ég hafi reyndar verið skotin í andlitið af bróður mínum! Það er spurning hvað […]

Continue reading...

Kartöflur með ofnbökuðum blaðlauki og beikoni

16/04/2013

2 Comments

Ókei svo ég er búin að vera veik. Ég sem verð aldrei veik! Ég get sagt ykkur það að ég hef bara enga þolinmæði fyrir svona vitleysu og ég er alveg gjörsamlega að tryllast úr eirðarleysi. Svo mikið að tryllast að ég fór í vinnuna í morgun en þurfti svo að hrökklast aftur heim um […]

Continue reading...