Archive | Léttir réttir RSS feed for this archive

Egg og beikon

14/08/2015

0 Comments

Það er fátt betra en að gera sér spæld egg og beikon á letilegum sunnudagsmorgni en það er samt eiginlega eitthvað sem maður gerir bara í einrúmi eða með sínum nánustu (sérstaklega ef maður lætur vaða í tómatsósu með!). Það er ekki beint elegant heldur eiginlega frekar frumstætt og þó það sé staður og stund […]

Continue reading...

Sykursöltuð grísasteik – taka tvö

06/08/2015

0 Comments

Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég er ótrúlega léleg í því að nýta afganga en batnandi fólki er best að lifa og ég er að reyna að taka mig á. Það er nefnilega mjög góð tilfinning að útbúa eitthvað gómsætt úr einhverju sem hefði annars farið í ruslið, sérstaklega ef maður nær að gera eitthvað […]

Continue reading...

Grillaður hörpudiskur með chili-hvítlaukssmjöri

12/06/2014

0 Comments

Matarmójóið mitt er búið að vera fjarverandi upp á síðkastið og ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hverju. Máltíðirnar hjá okkur hjónunum hafa undanfarið ósköp oft verið grillað kjöt og salat eða einfaldlega borðaðar annarstaðar en heima. Stundum er það bara þannig og það er alveg sérstaklega mikið þannig á vorin og sumrin. […]

Continue reading...

Soja- og hlynsýrópsleginn þorskur með steiktum hrísgrjónum

18/02/2014

0 Comments

Mér finnst ég elda fisk allt of sjaldan en svo þegar ég skoða síðustu færslur þá lítur út fyrir að við borðum lítið annað en fisk og súpur. Ég skil ekkert í þessu. Þetta endurspeglar sko ekki raunveruleikann og þá sérstaklega ekki upp á síðkastið því við erum farin að borða allt of mikið af […]

Continue reading...

Kjúklingabaunamauk að hætti Inu

30/01/2014

0 Comments

Matseðillinn á þessu heimili hefur sko aldeilis ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Ástandið er svo slæmt að ég hef eiginlega bara borðað skál af Special K í kvöldmat eða í mesta lagi Subway til hátíðabrigða. Botninum var þó óneitanlega náð á þriðjudagskvöldið þegar ég borðaði banana með hnetusmjöri og Gunnar borðaði popp. Haldið […]

Continue reading...

Gulrótasúpa undir tælenskum áhrifum

20/01/2014

0 Comments

Ég á sem betur fer mikið af frábærum vinum og vinkonum og þar á meðal eru nokkrar yndislegar stelpur sem flestar  hafa verið vinkonur mínar síðan í framhaldsskóla eða jafnvel lengur. Við stofnuðum saumaklúbb fyrir nokkrum árum og var það aðallega gert til að tryggja það að við myndum hittast reglulega frekar en að við […]

Continue reading...

Indversk fiskiskúpa

25/11/2013

2 Comments

Ég sit hér rauðeygð og þrútin en það er ekki af því ég hafi verið að grenja heldur af því ég tók hið klassíska múv að nudda augun allhressilega eftir að hafa skorið chilipipar. Maður skyldi ætla að þetta myndi lærast en nei sumt lærist ekki og sumir (ég) eru alltaf jafn utan við sig. Þau […]

Continue reading...

Baka með hvítlaukssveppum og skinku

28/10/2013

0 Comments

Þá er Airwaves vikan loksins runnin upp og ég verð að viðurkenna að ég er með pínu fiðring í maganum af tilhlökkun. Ég hef ekki verið dugleg að kynna mér þá tónlistarmenn sem ég kannaðist ekki við fyrir en það skiptir engu máli því það er alltaf svo gaman á hátíðinni og einmitt skemmtilegast að […]

Continue reading...

Flatbaka með greipaldini, fetaosti og basil

21/10/2013

0 Comments

Gunnar fór í bíó með vinum sínum í kvöld svo ég er ein heima að hafa það náðugt. Ég var að spá í að nýta tækifærið og fara eitthvað út sjálf en svo bara nennti ég því ekki enda þykir mér ósköp notalegt að vera ein heima öðru hvoru. Ég fór á boxæfingu, borðaði takeaway […]

Continue reading...