Archive | Kökur RSS feed for this archive

Rabarbaraformkaka

18/06/2014

0 Comments

Við Gunnar fórum í fyrsta ferðalag sumarsins um síðastliðna helgi og þó bíllinn okkar hafi bilað kortér í ferðalag með tilheyrandi drama þá rættist heldur betur úr öllu saman. Við fengum bílinn hennar mömmu lánaðan og brunuðum austur í Meðalland þar sem fjölskyldan hennar mömmu á lítinn gamlan bústað. Afi minn byggði þennan bústað í […]

Continue reading...

“Pönnu”kaka með hnetukaramellubráð

04/02/2014

4 Comments

Þegar við bjuggum úti í Bandaríkjunum keypti ég mér tvær steypujárnspönnur frá Lodge, bæði vegna þess að mig hafði alltaf langað í svoleiðis og vegna þess að þær kostuðu bara ekki neitt.  Hvers vegna keypti ég tvær? Jú af því að ég var nýbúin að kaupa mér bókina hennar Joy the Baker þar sem hún […]

Continue reading...

Eplabaka með marsípani

05/11/2013

2 Comments

Nú er illt í efni því ég er sko varla búin að stíga fæti inni í eldhúsið síðan ég lét síðast heyra frá mér.  Gunnar er búin að vera að vinna um helgar og kvöld upp á síðkastið og ég bara nenni alls ekkert að elda ofan í mig eina. Mér finnst líka ágætt að […]

Continue reading...

Jógúrtkökur

23/10/2013

4 Comments

Um helgina sagði ég Gunnari að mig langaði svo til að baka eitthvað og ég hafði varla sleppt orðinu þegar hann sagði upp úr þurru “Þú ættir að baka jógúrtkökur!”. “Ha?” hváði ég og vissi eiginlega ekki alveg hvað hann átti við. Jú hann var sko að meina svona gamaldags möffins með súkkulaðibitum eins og […]

Continue reading...

“Dutch baby” með möndlum og sítrónu

20/10/2013

2 Comments

Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu mikið er um að vera á haustin og þar af leiðandi hversu hratt tíminn líður. Síðustu vikur hafa verið uppfullar af allskonar skemmtilegu og það er útlit fyrir það breytist ekkert á næstunni. Um næstu helgi er ég að fara í sumarbústað með vinkonum mínum og […]

Continue reading...

Súkkulaðibollakökur með kókosívafi

09/09/2013

0 Comments

Þá er ég loksins komin í “sumar”frí og ákvað að taka fyrsta eiginlega frídaginn með trompi með því að gera alveg rosalega margt og mikið. Já ég veit, ég er ekki alveg komin upp á lagið með þetta ennþá. Ég byrjaði daginn á kaffihúsi þar sem ég las blöð og drakk gott kaffi en fór […]

Continue reading...

Súkkulaðiunaðsbaka

27/08/2013

0 Comments

Við fórum í sumarbústað um helgina sem væri kannski ekki í frásögur færandi ef þetta hefði ekki verið dásamlegasta sumarbústaðaferð sem farin hefur verið í seinni tíð. Bústaðurinn var gullfallegur, umhverfið sömuleiðis, félagsskapurinn meiriháttar og maturinn alveg út úr kortinu góður. Við erum sem sagt í matarklúbbi ásamt tveimur æðislega skemmtilegum pörum og við höfum […]

Continue reading...

Formkaka með kanilsveiflu og hnetumulningi

25/07/2013

4 Comments

Ég tók að mér að baka köku fyrir Strandaferðina svo við hefðum nú eitthvað til að gæða okkur á með síðdegiskaffinu. Kakan varð að vera meðfærileg, geymast vel og umfram allt þurfti hún auðvitað að vera ljúffeng. Ég vissi að ég vildi gera einhverskonar formköku því það er allt of mikið vesen að ferðast með […]

Continue reading...

Pavlova með kirsuberjum

10/06/2013

1 Comment

Ég gekk framhjá Vínberinu á Laugaveginum á leið minni heim um daginn og rak þar augun í fersk kirsuber til sölu. Ég hafði ekkert við þau að gera þann daginn svo ég lét þau vera en gat samt eiginlega ekki hætt að hugsa um þau. Ég elska fersk kirsuber og þar sem þau eru ekki […]

Continue reading...