Archive | Forréttir RSS feed for this archive

Grillaður hörpudiskur með chili-hvítlaukssmjöri

12/06/2014

0 Comments

Matarmójóið mitt er búið að vera fjarverandi upp á síðkastið og ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hverju. Máltíðirnar hjá okkur hjónunum hafa undanfarið ósköp oft verið grillað kjöt og salat eða einfaldlega borðaðar annarstaðar en heima. Stundum er það bara þannig og það er alveg sérstaklega mikið þannig á vorin og sumrin. […]

Continue reading...

Beef tartare

12/03/2014

2 Comments

Ég veit að líklega munu aðeins 10% ykkar sem lesa þessa færslu geta hugsað sér að borða þennan rétt en ég verð engu að síður að segja ykkur frá honum og hvetja ykkur til að prófa. Beef tartare er í grunninn hrátt smátt saxað nautakjöt sem er oft borið fram með lauk, capers, súrum gúrkum […]

Continue reading...

Baka með hvítlaukssveppum og skinku

28/10/2013

0 Comments

Þá er Airwaves vikan loksins runnin upp og ég verð að viðurkenna að ég er með pínu fiðring í maganum af tilhlökkun. Ég hef ekki verið dugleg að kynna mér þá tónlistarmenn sem ég kannaðist ekki við fyrir en það skiptir engu máli því það er alltaf svo gaman á hátíðinni og einmitt skemmtilegast að […]

Continue reading...

Heimagerðar tortillaflögur

17/04/2013

0 Comments

Það er alveg hugsanlegt að ég hafi einhverntíma verið með miklar yfirlýsingar um djúpsteikingarpotta. Eitthvað á þá leið að ég þyrfti virkilega að fara að hugsa minn gang ef ég keypti svoleiðis? Mögulega. Engu að síður gladdist ég mikið þegar okkur bauðst að fá gamlan lítið notaðan djúpsteikingarpott að gjöf, líklega vegna þess að þó […]

Continue reading...

Bakaður provolone með tómötum og oregano

17/01/2013

0 Comments

Eins og ég minntist á um daginn þá buðum við vinum okkar í mat um síðustu helgi. Ég er ekki mikið fyrir hefðbundna forrétti þegar ég býð fólki í mat því mér finnst það svo formlegt og það eykur líka flækjustigið í matseldinni. Mér finnst aftur á móti gott að gefa fólki drykk fyrir matinn […]

Continue reading...

Yorkshire búðingur með silungamauki

24/10/2012

4 Comments

Þá eru mamma og pabbi farin frá okkur og komin alla leið heim á Akranes. Það var alveg æðislegt að hafa þau hjá okkur og sem betur fer hittumst við fljótt aftur þegar vð komum heim um jólin. Þau voru alveg ferlega pen í því að versla (og hljóta að hafa verið með minnstan farangur […]

Continue reading...

Crostini á þrjá vegu

21/05/2012

0 Comments

Í ljósi þess að við erum á leiðinni heim í sumar”frí” þá ákváðum við að láta loksins verða af því að bjóða vinum okkar hérna í mat áður en við stingum af. Mér finnst alveg rosalega gaman að halda matarboð en einhverra hluta vegna höfum við verið alveg ferlega löt við það að bjóða fólki […]

Continue reading...

Aspas og egg

02/05/2012

3 Comments

Vorið er komið og þó það þýði bara meiri hita og raka hérna í Flórída þá ætla ég að leyfa mér að vera í vorskapi, þó ekki nema bara matarlega séð. Vorið er tíminn þar sem aspasinn er nýr og ferskur og þessa dagana er hægt að kaupa hálft kíló af aspas hérna á rétt […]

Continue reading...