Archive | Eftirréttir RSS feed for this archive

Caipirinha syllabub

17/03/2014

0 Comments

Syllabub er gamall enskur eftirréttur sem ég sá fyrst í uppskrift frá Nigellu og hefur langað til að prófa að gera síðan. Þetta er gríðarlega einfaldur og fljótlegur réttur enda í grunninn bara þeyttur rjómi bragðbættur með einhverskonar víni og sýru. Ég ákvað að bragðbæta minn með cachaca og lime til að gera einskonar caipirinha […]

Continue reading...

Súkkulaðiunaðsbaka

27/08/2013

0 Comments

Við fórum í sumarbústað um helgina sem væri kannski ekki í frásögur færandi ef þetta hefði ekki verið dásamlegasta sumarbústaðaferð sem farin hefur verið í seinni tíð. Bústaðurinn var gullfallegur, umhverfið sömuleiðis, félagsskapurinn meiriháttar og maturinn alveg út úr kortinu góður. Við erum sem sagt í matarklúbbi ásamt tveimur æðislega skemmtilegum pörum og við höfum […]

Continue reading...

Jarðarberjamulningur

20/08/2013

2 Comments

Við Gunnar buðum bróður mínum í mat um daginn og grilluðum þykkar og safaríkar ribeye steikur sem runnu vægast sagt ljúflega niður. Ef það er til betri leið til að gleðja þá tvo en góð ribeye steik þá hef ég ekki fundið hana enn. Ég var í stuði fyrir desert en þar sem steikurnar voru […]

Continue reading...

Pavlova með kirsuberjum

10/06/2013

1 Comment

Ég gekk framhjá Vínberinu á Laugaveginum á leið minni heim um daginn og rak þar augun í fersk kirsuber til sölu. Ég hafði ekkert við þau að gera þann daginn svo ég lét þau vera en gat samt eiginlega ekki hætt að hugsa um þau. Ég elska fersk kirsuber og þar sem þau eru ekki […]

Continue reading...

Mjólkurlaus sítrónubúðingur með timjanmylsnu

22/04/2013

2 Comments

Af því ég setti inn uppskrift að samloku með skinku og osti í gær þá verð ég auðvitað að koma með eitthvað algjörlega klikkað í dag svo þið haldið ekki að ég sé alveg búin með allt púður. Hvernig hljómar desert úr tófú? Ef þið eruð eitthvað lík manninum mínum þá líst ykkur nákvæmlega ekkert […]

Continue reading...

Nutella- og perubaka

18/04/2013

0 Comments

Ég hef áður minnst á það hversu fáránlega einfalt er að gera eitthvað fallegt og gómsætt með smjördeigi án nokkurar fyrirhafnar. Ég hef lengi gengið með það í maganum að gera böku með Nutella og perum og ætlaði að láta verða af því sjónvarpsfíaskókvöldið mikla en þar sem það fór allt í rugl þá varð […]

Continue reading...

Bláberjaskyrkjáni

08/11/2012

2 Comments

Ég ætlaði að gera dálítið vel við okkur hjónin um síðustu helgi og gera desert til að borða eftir matinn aldrei þessu vant. Þegar ég rak svo augun í ekta íslenskt skyr.is í búðinni þá fékk ég gríðarlega löngun í eitthvað úr skyri og bláberjum svo ég ákvað að gera skyrtertu. Ég endaði reyndar á […]

Continue reading...

Súkkulaðimús með appelsínubragði

03/09/2012

5 Comments

Eftir heila viku af detoxi þá fannst okkur við alveg eiga skilið að fá smá verðlaun þegar loksins var komin helgi. Ég ákvað að skella í einfalda súkkulaðimús því hún er svo rosalega fljótleg og mig langar líka alltaf í súkkulaði. Ég ákvað að hafa appelsínubragð af súkkulaðimúsinni til að gleðja eiginmanninn og okkur fannst […]

Continue reading...

Bökuð epli með möndlusmjöri

02/06/2012

0 Comments

Þið afsakið vonandi hversu langt er síðan ég hef látið heyra í mér en það er búið að vera vægast sagt brjálað að gera síðan ég kom heim til Íslands. Ég var auðvitað að vinna alla vikuna og var í ofanálag svo dugleg að þeytast á milli húsa að vísitera að ég er satt að […]

Continue reading...