Um mig

Vid

Ég heiti Kristín, ég er gift Gunnari og við erum lúxusgrísir.  Í janúar 2012 fluttum við til Vero Beach í Flórída og þar sem ég hugsa eiginlega ekki um neitt nema mat og tónlist (sjá hér ef þið viljið sjá tónlistarhliðina) þá ákvað ég að gera mat og þessa síðu að áhugamálinu mínu á meðan við bjuggum úti. Nú erum við komin aftur heim til Íslands en þar sem mataráhuginn hefur ekkert minnkað þá ætla ég að halda áfram að skrifa hérna að gamni mínu :)

Allar uppskriftir eru mínar eigin nema annað sé tekið fram. Ef uppskrift er frá öðrum þá kemur það fram neðst í færslunni.

Advertisements

4 Comments on “Um mig”

 1. Nanna Says:

  Hæ Kristín! Ég fylgdi hlekknum á athugasemdasíðunni minni hingað og er stórhrifin. Ég er búin að bókamerkja síðuna þína og hlakka til að fylgjast með :)

  (PS. Ef ég ætti Le Creuset pott sem væri strandaður heima á Íslandi þá færi ég að gráta smá.)

  Reply

 2. Kristín Gróa Says:

  Takk fyrir það, ég er að feta mig áfram í þessu :) Varðandi Le Creuset þá svona liggur við að ég “neyðist” bara til að fjárfesta í einum hérna úti. Það hlýtur að vera voða gott að eiga tvær stærðir ;) Verst hvað þetta er dýrt!

  Reply

 3. Lára Says:

  Heil og sæl, Kristín!

  Internetið er skrýtið og skemmtilegt fyrirbæri :-) … hér er ég að reyna að finna búðina í Kringlunni sem selur Le Crueset og dett ég þá ekki inn á síðuna þína! Hafði auðvitað ekki hugmynd um að þú værir að blogga um mat … flottar uppskriftir! Góða skemmtun með þessa fínu síðu, ég á ábyggilega eftir að “kíkja inn” aftur.

  Kveðja,
  Lára

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: