Naan sem klikkar ekki

13/10/2015

Brauð, Matur, Meðlæti

B4

Ég er búin að ætla að segja ykkur frá þessu naan brauði í margar vikur en einhvernveginn gleymist það alltaf. Þetta rifjaðist svo upp fyrir mér í gær þegar ég var að elda indverska fiskisúpu fyrir stelpurnar í saumaklúbbnum. Naan brauðið hefði eflaust verið alveg fullkomið með súpunni en einhvernveginn fannst mér nóg að gera súpu, baka köku, sjá um barnið og taka á móti iðnaðarmönnum sem voru að byrja á stigahandriðinu (sorrí stelpur – fáið það næst!). Það var því boðið upp á gróft brauð frá Jóa Fel með súpunni og á það smurðum við Habanero Mango Aioli frá Stonewall Kitchen sem ég mæli reyndar alveg virkilega mikið með. Nammigott.

Já en aftur að naan brauðinu. Snilldin við þetta naan brauð er að það er svo einfalt að búa það til. Ég nota hrærivélina til að hnoða það saman og deigið verður alveg sérstaklega mjúkt og auðvelt að meðhöndla það. Brauðið er svo steikt á sjóðandi heitri pönnu  og til þess notaði ég Lodge steypujárnspönnuna mína en venjuleg panna virkar alveg örugglega mjög vel. Ég þurfti reyndar að steikja brauðin úti á grilli því það kemur dálítill reykur af þessu og við erum ekki enn búin að fjárfesta í eldhúsviftu  (ég veit, ég veit). Ég kunni ekki við að þurfa að hringja í Securitas í sautjánda skipti og útskýra að ég sé ekki búin að kveikja í, sérstaklega þar sem ég hringi líka einu sinni í viku og útskýri að það sé ekki búið að brjótast inn heldur hafi ég bara óvart opnað út án þess að taka kerfið af. Ég er alveg óþolandi viðskiptavinur!

Uppskriftin að brauðinu kemur úr alveg æðislegri matreiðslubók sem heitir Made In India, Cooked In Britan: Recipes From An Indian Family Kitchen og er eftir Meera Sodha. Ég hins vegar tók upp á því að hafa brauðið löðrandi í hvítlauks- og kóreandersmjöri (af því ég er alveg agaleg) en ef þið fílið það ekki þá má bara sleppa því.

B1

B2
B3

Naan brauð með hvítlauks-  og kóreandersmjöri
12 brauð

Í brauðið:

500 g hveiti
Repjuolía (eða önnur bragðlítil olía)
4 msk hrein jógúrt
7 g þurrger
2 tsk sykur
2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
275 ml nýmjólk, volg

Í smjörið:

250 g smjör
6 stór hvítlauksrif
1 búnt kóreander
Klípa af sjávarsalti

Setjið hveiti í stóra skál. Gerið holu í miðjuna á hveitinu og bætið við 2 msk af olíu, jógúrtinni, þurrgerinu, sykrinum, saltinu og lyftiduftinu. Blandið gróft með fingrunum þar til þetta fer að líkjast brauðmylsnu og bætið þá volgri mjólkinni saman við smátt og smátt og blandið saman þar til þetta myndar deig.

Setjið hveiti á hreint borð og hnoðið deigið þar í u.þ.b. 5 mínútur. Það verður frekar klístrað til að byrja með en ætti að koma vel saman. Einnig er hægt að gera þetta með hnoðara í hrærivél.

Makið smá olíu utan á deigkúluna og setjið hana svo í skál þar sem deigið getur tvöfaldast að stærð. Setjið plastfilmu eða rakt viskustykki yfir skálina og leyfið deiginu að standa á hlýjum stað í allavega 1 klukkustund.

Saxið hvítlaukinn smátt og setjið í pott ásamt smjörinu. Hitið rólega þannig að smjörið bráðni og hvítlaukurinn mýkist án þess að brúnast. Saxið kóreander gróft og blandið saman við smjörið og hvítlaukinn ásamt sjávarsaltinu.

Þegar deigið hefur tvöfaldast að stærð takið þáð þá úr skálinni og skiptið því í 12 hluta. Takið einn bút, myndið kúlu og fletjið lauslega með lófunum. Dreifið smá hveiti yfir og fletjið út þar til brauðið er ca. 12cm x 20cm.

Hitið pönnu vel og steikið naan brauðið á henni. Þegar það fara að myndast loftbólur á yfirborði brauðsins þá er kominn tími til að snúa því við á pönnunni (20 – 30 sek).  Steikið svipað lengi á hinni hliðinni en fylgist vandlega með brauðinu þannig að það brúnist en brenni ekki.

Setjið brauðið á disk og penslið með kóreandarsmjörinu.. Steikið brauðin eitt af öðru, staflið þeim upp og penslið alltaf efri hlið brauðsins. Þannig verða öll brauðin vel löðrandi í smjöri.

 

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Naan sem klikkar ekki”

  1. helenagunnarsd Says:

    Ég verð ekki í rónni fyrr en þetta naan hefur verið prófað! Hrikalega girnilegt, og hver ætti svosum að vilja sleppa smjörlöðri? ;) namm

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: