Húsið – fyrri hluti framkvæmda

05/10/2015

Daglegt líf, Heimilið

A44

Ég ætlaði eiginlega bara að skrifa eina færslu um framkvæmdirnar á húsinu en mér sýnist á öllu að þær verði tvær. Myndirnar sem fylgja koma allar af Instagram en ég var sem betur fer mjög dugleg við að taka myndir af ferlinu og deila þar enda er alveg ótrúlega gaman að eiga myndir af húsinu á mismunandi stigum. Maður er nefnilega svo fljótur að gleyma. Þessar myndir eru í tímaröð svo við byrjum bara á byrjuninni.

A2

Gunnar að plokka flísarnar af forstofunni. Þarna er búið að rífa léttan vegg sem hefði verið beint fyrir framan þaðan sem ljósmyndin er tekin.

A3

Búið að rífa parketið af svefnherberginu. Allt parket á svefnherbergisganginum var límt niður með tjöru sem þurfti að pússa af og var algjört ógeð. Myndin er tekin innan úr skápaherberginu en það er búið að rífa fataskápinn í burtu sem aðskildi herbergin.

A4

Tengdamamma að plokka flísarnar af eldhúsveggnum. Þarna er búið að rífa alla innréttinguna niður en hún var endurnýtt því við seldum hana, ótrúlegt en satt.

A5

Þarna er  búið að rífa parketið af stofugólfinu og toga panelinn niður úr loftinu.

A6

Hér eru þeir feðgar að stækka hurðargatið á milli eldhússins og gömlu borðstofunnar. Þarna er búið að rífa þvottahúsvegginn niður og innst sést glitta í vask og innréttingu sem var inni í þvottahúsi.

A7

Gunnar að stækka hurðargatið inn í svefnherbergi en við stækkuðum öll hurðargöt á svefnherbergisganginum.

A8

Horft úr holinu inn í gömlu forstofuna. Þarna er búið að rífa í burtu fataskápinn og hurðina sem lokaði stigann af.

A9

Horft inn svefnherbergisganginn eftir að búið var að pússa alla tjöruna af gólfinu og mála létt yfir.

A10

Gunnar í stuði að líma loftið í stofunni.

A11

Ég tilbúin í slaginn að fara að mylja flísarnar af eldhúsgólfinu.

A12

Tengdapabbi að saga hleðslustein.

A13

Hleðslusteinarnir komnir á sinn stað en þeir lokuðu hurðargatinu inn í gamla skápaherbergið sem er nú fataherbergi inn af svefnherberginu.

A14

Biggi rafvirki athugar rafmagnið í stofunni.

A15

Hönnunin á eldhúsinu var ekki flókin.

A16

Það var dregið net í öll herbergi og þá þurfti að fræsa og múra.

A17

Tengdapabbi fjarlægir dyrasímann sem var við rúmgaflinn. Hver vill ekki svara í dyrasíma úr rúminu?

A18

Feðgarnir reyna að ná flísunum af gestasalerninu. Veggirnir voru gjörsamlega í henglum á eftir enda erfitt að ná flísum af spónaplötum.

A19

Gunnar enn að berjast við flísarnar.

A20

Tengdapabbi að saga fjögurra metra langa ofninn sem var undir stofuglugganum. Það var ekki séns að bera hann út í heilu lagi svo hann var sagaður í búta. Við skiptum um ofna í stofunni og sjónvarpsherberginu.

A21

Gunnar inni í eldhúsi. Þarna fremst sést að það er búið að setja vatnslögn fyrir ísskápinn í gólfið og nú er þvottahúsið alveg horfið.

Ég sýni ykkur seinni hlutann af myndunum innan skamms og svo er aldrei að vita nema ég fari að drífa í því að taka “eftir” myndir. Það veltur þó gjörsamlega á því að það hætti að vera myrkur og rigning alla daga!

 

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: