Húsið – fyrir framkvæmdir

28/09/2015

Daglegt líf, Heimilið

H20

Ég lofaði víst að sýna ykkur fyrir og eftir myndir af húsinu en hef satt að segja ekki gefið mér tíma til þess fyrr en núna. Það er alveg merkilegt hvað það er brjálað að gera hjá mér í þessu blessaða fæðingar”orlofi”. Það er þó ekki vegna þess að barnið sé svona fyrirferðamikið því hún Auður Birna er einstaklega róleg (hingað til!) en einhvernveginn fljúga dagarnir hjá og ég næ ekki að gera helminginn af því sem ég ætla að gera þó ég sé á fullu allan daginn. Þetta er samt ekki svona klassískt “tíminn flýgur frá manni þegar maður á barn” (þó það sé að vissu leyti satt). Í dag afrekaði ég t.d. að fara í leikfimi, panta handrið hjá Glerborg, fylla á barnastöff í Rekstrarlandi, kaupa afmælisgjöf handa Gunnari, fara í kaffi til tengdó, fara í Pylsumeistarann og Frú Laugu, baka köku, elda kjúklingabringur sous-vide og útbúa panzanella… og auðvitað sjá um barnið. Það finnst mér bara alveg hellingur en á morgun ætla ég hins vegar að slaka á. Svona að mestu allavega.

Já en myndir af húsinu! Ég ætla að byrja á að sýna ykkur myndir af húsinu eins og það leit út þegar við fengum það afhent 18. september fyrir rúmu ári síðan. Næst sýni ég ykkur svo myndir frá framkvæmdunum og svo fyrir/eftir smám saman. Auðvitað er ekki nærri allt tilbúið og allt frekar tómlegt hjá okkur ennþá enda þrefölduðum við húsnæðið en erum samt nokkurnveginn með sömu húsgögn og áður. Það er bara eiginlega aftast í forgangsröðinni að kaupa húsgögn en það kemur smátt og smátt.

H1Eldhúsið séð frá borðkróknum. Fjóla var fyrst á staðinn til að taka herlegheitin út.

H2

Eldhúsið frá hinni áttinni. Fyrir innan eldhúsið má sjá þvottahúsið.

H3

Þvottahúsið.

H4

Séð úr eldhúsinu niður í borðstofuna sem er nú sjónvarpsherbergi.

H5

Séð úr borðstofunni inn í eldhús.

H7

Séð úr stofunni inn í hol.

H8

Arininn og stóri uppáhalds glugginn.

H9

Séð inn í stofu úr holinu. Gunnar og Biggi að taka þetta út.

H10

Séð úr holinu í átt að forstofunni.H11

Séð úr holinu inn svefnherbergisganginn.

H12

Eitt af þremur eins svefnherbergjum.

H13

Hjónaherbergið, séð í átt að glugganum.

H14

Hjónaherbergið, séð í hina áttina.

H15

Skápaherbergið.

H16

Baðherbergið. Þetta tókum við ekki í gegn í bili til að spara peninga og tíma. Við skulum segja að það sé á 5 ára planinu.

H17

Horft beint inn frá útidyrahurðinni.

H18

Horft niður stigann úr forstofunni.

172

Bleika gestasalernið.

Þetta er allt og sumt í bili! Ég sýni ykkur svo fljótlega myndir af framkvæmdunum endalausu sem undu aðeins upp á sig eins og við var að búast.

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: