Næstum því afmælisbarn

A1

Við mæðgur sitjum einar heima þennan sunnudaginn því Gunnar þurfti að vinna en við höfum það reyndar bara mjög náðugt. Hún dormar í stólnum sínum með snuddu og teppi og ég sit í sófanum með tölvuna að horfa á matreiðsluþátt með öðru auganu (þegar ég gleymi mér ekki algjörlega og stari dolfallin á hana). Ég er búin að vera að spá í því hvað ég eigi að elda annað kvöld því á morgun er einn af skemmtilegri dögum ársins sem er auðvitað afmælið mitt! Ég er svo mikið afmælisbarn að það er nánast vandræðalegt komin á þennan aldur. Á morgun verð ég víst 34ra ára sem mér finnst eiginlega pínu ruglað en ég er sko ekki á neinum aldursbömmer frekar en áður. Ég hef alltaf litið þannig á það að maður sé heppinn að verða árinu eldri og ég er því bara þakklát fyrir árin sem bætast við. Mín reynsla er hvort sem er sú að þó það komi óhjákvæmilega erfiðir tímar þá verður lífið bara betra og betra eftir því sem árin líða.

Tíminn frá síðasta afmælisdegi hefur verið sérstaklega viðburðaríkur enda tókum við Gunnar í gegn heilt hús sem við fluttum svo inn í og svo varð ég ólétt og við eignuðumst drauminn okkar hana Auði Birnu.  Það má því segja að það hafi verið tvær samhliða meðgöngur á þessu ári. Ég get alveg sagt ykkur hreinskilnislega hvor meðgangan var erfiðari en það var sko blessað húsið! Ég sver að ég grét næstum af gleði þegar við fluttum loksins inn eftir sex mánaða botnlausa vinnu og basl. Ég var reyndar að hugsa það um daginn að þó ég hafi hingað til að mestu skrifað um mat á þessari síðu þá ætti ég kannski til gamans að sýna ykkur einhverjar fyrir og eftir myndir af húsinu. Hafa ekki allir gaman af góðu makeover?

En já, afmæli á morgun og ég verð árinu eldri.  Ég er svona næstum því búin að ákveða að hafa andabringur með kínversku five spice í afmælismatinn annað kvöld og ef það heppnast vel þá segi ég ykkur kannski frá því. Núna ætla ég hins vegar bara að hafa það kósí hérna heima og njóta þess að vera 33ja ára í smá stund í viðbót.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

3 Comments on “Næstum því afmælisbarn”

  1. Fjóla Dögg Sverrisdóttir Says:

    Jú! Makeover póst! Fyrir-eftir myndir rúla! :p

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: