Kókoskjúklingur frá Goa

15/09/2015

Aðalréttir

A3

Við förum alltaf í mat til tengdaforeldra minna á sunnudagskvöldum sem er skemmtileg leið til að enda vikuna og gott að hafa einn fastan dag í viku til að setjast niður og borða saman. Síðasta sunnudagskvöld var tengdapabbi farinn á sjó svo við ákváðum að bjóða tengdamömmu og mági mínum hingað í mat til tilbreytingar. Einhvernveginn fannst okkur Gunnari það rosalega góð hugmynd að bjóða upp á indverskan mat þó við hefðum átt að vita að tengdamömmu finnst indverskur matur yfirleitt vondur! Obbosí.

Þetta kom sem sagt i ljós hálftíma áður en við byrjðum að borða svo það var lítið annað hægt að gera en að krossa fingur og vona það besta. Það kom okkur öllum ánægjulega á óvart að henni fannst maturinn mjög góður og sagði þetta vera allt annað og miklu betra en það sem hún hafði smakkað áður. Ég held að ástæðan sé sú að þessi réttur er ekki mjög kryddaður heldur eru kókos og hvítlaukur það sem gefur honum mesta bragðið. Þetta rann allavega ljúflega niður og Gunnar borðaði afganginn með bestu lyst daginn eftir.

A1

A2

A4

Kókoskjúklingur frá Goa
Fyrir 4-6

9 msk kókosmjöl
2 ferskir rauðir chili
7 stór hvítlauksrif
3/4 msk cuminfræ
1 1/2 tsk kóreanderfræ
3 tsk hvít birkifræ
3 msk vatn
2 msk grænmetisolía
1 miðlungsstór laukur, sneiddur
Salt
1 kg úrbeinuð kjúklingalæri
440 ml kókosmjólk (ein dós)
3 tsk tamarind mauk
125 ml rjómi
Ferskur kóreander (má sleppa)

Hitið stóra pönnu og ristið kókosmjölið á henni þar til það er orðið gullinbrúnt. Setjið í mortél ásamt chili, hvítlauki, cuminfræjum, kóreanderfræjum, birkifræjum og vatni. Berjið allt vel saman þar til það er orðið að þéttu mauki.

Hitið olíuna á pönnunni. Setjið laukinn á pönnuna og steikið þar til hann er orðinn gullinbrúnn. Bætið maukinu saman við ásamt smá salti og steikið áfram í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til maukið er orðið nokkuð þurrt.

Setjið kjúklinginn á pönnuna og eldið í maukinu í 5 mínútur á miðlungshita. Bætið þá kókosmjólkinni saman við og hitið að suðu. Lækkið hitann, setjið lok á pönnuna og leyfið þessu að malla í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Takið lokið af pönnunni, bætið tamarind mauki og rjóma saman við og eldið í nokkrar mínútur í viðbót. Berið fram með grjónu og stráið fersku kóreander yfir ef þið viljið.

Uppskriftin er aðlöguð frá “Goan Coconut Chicken Curry” úr bókinni Indian Food Made Easy eftir Anjum Anand.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: