Egg og beikon

B1

Það er fátt betra en að gera sér spæld egg og beikon á letilegum sunnudagsmorgni en það er samt eiginlega eitthvað sem maður gerir bara í einrúmi eða með sínum nánustu (sérstaklega ef maður lætur vaða í tómatsósu með!). Það er ekki beint elegant heldur eiginlega frekar frumstætt og þó það sé staður og stund fyrir slíkt þá vill maður stundum hafa aðeins meiri klassa yfir hlutunum. Kannski er maður með gesti í brunch eða hefur boðið vinkonunum í léttan hádeigsmat. Svo er alltaf séns að maður hafi boðið tengdapabba í hádegismat á síðustu stundu og standi hugmyndalaus inni í kæli í Bónus og viti ekkert hvað maður á að bjóða upp á en vill hafa það frekar næs því hann er kokkur og maður vill ekki vera aulatengdadóttirin sem býður honum bara upp á brauð með rúllupylsu. Hmm bíddu kannski var það einmitt það sem gerðist og kannski bauð aulatengdóttirin honum líka upp á brauð með rúllupylsu sem meikar ekkert sense með svona huggulegum eggja- og beikonrétti… en það er nú annað mál og mögulega aukaatriði.

Þetta er sem sagt frekar næs leið til að bjóða upp á egg og beikon og plúsinn er að þetta lítur á einhvern ótrúlegan hátt út fyrir að vera hollara en venjuleg egg og beikon þó það sé þvert á móti búið að bæta rjóma og parmesan osti saman við. Win win?

B2

Egg og beikon
Handa 4

12 beikonsneiðar (ekki nákvæmt)
4 vorlaukar
1/2 msk ólífuolía
8 egg
8 msk rjómi
Salt
Nýmulinn svartur pipar
Parmesan ostur

Skerið beikon í bita og steikið á pönnu þar til það er orðið vel stökkt og fitan er alveg leyst upp. Takið beikonið úr olíunni (fljótlegast er að sigta það) og setjið til hliðar. Skerið vorlauk skáhallt og frekar smátt og setjið til hliðar.

Brjótið egg ofan í miðlungsstóra skál og bætið rjóma saman við. Setjið klípu af salti og dálítið af pipar saman við og þeytið allt saman með píski.

Hitið ólífuolíu á pönnu (helst non-stick) á miðlungshita. Hellið eggjablöndunni á pönnuna og passið að pannan sé alls ekki of heit því annars eldast eggin allt of hratt og verða þurr (5/9 ætti að vera rétt hitastig). Leyfið eggjunum að sitja á pönnunni í u.þ.b. 15 sekúndur og ýtið svo lauslega við þeim þannig að það myndist eins konar öldur í eggjunum. Það má alls ekki hræra viðstöðulaust í eggjunum því markmiðið er að fá silkimjúk egg og þá má rétt aðeins ýta við eggjunum öðru hvoru til að losa þau frá botni pönnunnar. Þegar eggin eru orðin hálfpartinn elduð er best að setja lok á pönnuna og leyfa eggjunum að klára að eldast þannig.

Takið pönnuna af hitanum þegar eggin eru rétt svo við það að eldast í gegn. Dreifið beikoni og vorlauki jafnt yfir eggin og rífið að lokum vel af parmesan osti yfir. Berið strax fram.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: