Lambaskankar með gremolata

A1

Mér hefur alltaf þótt lambaskankar vera mjög vanmetnir enda eru þeir bæði virkilega bragðgóðir og tiltölulega ódýrir. Það er oft hægt að kaupa þá forkryddaða á sumrin og eru þeir þá markaðssettir sem grillmatur en þó þeir séu alveg ágætir þannig þá finnst mér fara þeim best að elda þá frekar lengi í ofni þar til þeir detta nánast af beininu. Ég held að það síðasta sem ég eldaði í Stangarholtinu áður en við fluttum þaðan hafi verið þessir lambaskankar sem koma frá snillingunum í Bon Appétit og þeir voru svo góðir að ég hef ekki getað hætt að hugsa um þá síðan. Það var svo loksins í síðustu viku að ég lét verða af því að elda þá aftur og viti menn þeir voru alveg jafn góðir og í minningunni.

Pólentuna gerði ég satt að segja á einfaldasta hátt með því að fylgja leiðbeiningunum á pakkanum og bæta smá rjóma og sítrónusafa út í svo mér finnst nú varla taka því að gefa uppskrift að henni. Ég efast ekki um að bakaða pólentan sem þau hjá Bon Appétit létu fylgja uppskriftinni sé mjög góð en ég hef ekki prófað hana. Svo er líka rosalega gott að bera þetta fram með góðri kartöflumús. Hvað sem þið gerið þá má bara alls ekki sleppa gremólatanu því það setur punktinn yfir i-ið.

Uppskriftin er fyrir sex skanka en ég gerði sama magn af sósu fyrir aðeins tvo skanka enda veit ég af fenginni reynslu að sósan er engu lík og það er sko ekki amalegt að eiga afgang af henni. Í þetta sinn notuðum við hana með linguini og ítölskum kjötbollum og það var ekki síðri máltíð en sú upprunalega.

A5

A4

A3

Lambaskankar með gremolata

Fyrir skankana:

2,5 kg lambaskankar (6 skankar)
2 msk salt í flögum + meira til að krydda
Nýmalaður svartur pipar
2 tsk saxað ferskt rósmarín
1 tsk gróft söxuð fennel fræ
7 hvítlauksrif, smátt söxuð
3 msk ólífuolía
2 stórir laukar, saxaðir
2 msk hveiti
2 tsk paprika (kryddið)
1/2 tsk chiliflögur
2 bollar saxaðir niðursoðnir tómatar sem búið er að láta leka af (2 dósir)
1/2 bolli (120 ml) hvítvín
4 bollar (1 l) kjúklinga soð (eða vatn + 1 kjúkingakraftstengingur)

Fyrir gremolatað:

3/4 bolli söxuð steinselja
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 msk fínt rifinn sítrónubörkur
1 tsk fínt saxað rósmarín

Setjið lambið á ofnplötu, kryddið vel með 2 msk af salti og vel af pipar. Blandið rósmarín, fennel fræjum og 1 hvítlauksrifi saman og nuddið vel inn í lambakjötið. Setjið plastfilmu yfir kjötið og látið standa við stofuhita í a.m.k. 1 klst en helst yfir nótt.

Hitið ofninn í 175°C. Hitið olíu í stórum ofnföstum potti á miðlungsháum hita. Setjið lauk á pönnuna, kryddið með salti og pipar og eldið þar til hann er farinn að brúnast lítillega eða í um 8-10 mínútur.

Bætið hvítlauki, hveiti, papriku og chiliflögum út í og hrærið vel í til að dreifa vel úr hveitinu. Eldið áfram og hrærið oft í þar til blandan er orðin þurr eða í um 1 mínútu. Bætið tómötum og hvítvíni saman við og leyfið að malla þar til þetta fer að þykkna og tómatarnir byrja að leysast upp eða í um 10 mínútur.

Hrærið kjúklingasoði saman við og leyfið þessu að malla í 3-4 mínútur. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Setjið lambaskankana út í sósuna þannig að þeir fari vel ofan í og séu ekki ofan á hver öðrum.  Þeir ættu að standa hálfpartinn upp úr sósunni.

Setjið pottinn í ofninn og steikið án loks þar til skankarnir eru farnir að brúnast eða í um 30 mínútur. Snúið skönkunum við og steikið í aðrar 30 mínútur. Setjið lok á pottinn og leyfið þessu að steikjast áfram í ofninum þar til skankarnir eru orðnir mjög meyrir eða í um 45-90 mínútur (það fer eftir stærð skankanna). Fjarlægið úr ofninum og fleytið fitunni ofan af sósunni. Látið skankana hvílast í sósunni í um 30 mínútur áður en þeir eru bornir fram.

Blandið öllu sem á að fara í gremolatað saman í lítilli skál.

Berið lambaskankana fram með polentu eða kartöflumús og dreifið gremolata yfir.

Uppskriftin er fengin frá Bon Appétit.

Advertisements
, , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: