Sykursöltuð grísasteik – taka tvö

A1Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég er ótrúlega léleg í því að nýta afganga en batnandi fólki er best að lifa og ég er að reyna að taka mig á. Það er nefnilega mjög góð tilfinning að útbúa eitthvað gómsætt úr einhverju sem hefði annars farið í ruslið, sérstaklega ef maður nær að gera eitthvað aðeins meira en að stinga því bara í örbylgjuofninn og skófla því í sig (þó það sé alveg staður og stund fyrir slikt líka!). Í gær birti ég uppskrift að sykursaltaðri svínaskinku en mig langar að sýna ykkur hvað ég gerði við afganginn í hádeginu daginn eftir.

Ég skar skinkuna niður kalda eins þunnt og ég gat með venjulegum hníf því engan á ég áleggshnífinn. Ég tók sneið af súrdeigsbrauði frá Sandholti, smurði hana létt með majónesi og setti svo kúfaða teskeið af kínverska gljáanum sem fór upprunalega á skinkuna og setti yfir. Þar næst kom lambagasalat, þunnt sneiddur rauðlaukur, skinkusneiðarnar og að lokum afgangurinn af ristuðu sesamfræjunum sem ég setti á bok choy kálið sem ég eldaði með grísasteikinni. Þetta var algjört æði og ekkert fór til spillis.

 

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: