Rabarbaraformkaka

A15

Við Gunnar fórum í fyrsta ferðalag sumarsins um síðastliðna helgi og þó bíllinn okkar hafi bilað kortér í ferðalag með tilheyrandi drama þá rættist heldur betur úr öllu saman. Við fengum bílinn hennar mömmu lánaðan og brunuðum austur í Meðalland þar sem fjölskyldan hennar mömmu á lítinn gamlan bústað. Afi minn byggði þennan bústað í sveitinni sinni og þó það sé hvorki rennandi vatn né rafmagn þá skiptir það bara engu máli því það er svo dásamlegt að vera þarna. Bústaðurinn stendur ofan í hrauninu við lítið vatn og þegar veðrið er gott þá er hvergi betra að vera.

Veðrið var alveg dásamlegt þegar við komum á laugardaginn svo við fengum okkur sumarbjór, busluðum í vatninu, fórum einn hring á bátnum og grilluðum okkur svakalegar t-bone steikur. Daginn eftir ætluðum við að keyra í Skaftafell og fara í göngu en þá var kominn hálfgerð þoka og rigning svo við fórum bara í sund á Kirkjubæjarklaustri og lásum svo það sem eftir var dags sem var ferlega notalegt.

Ég bakaði köku fyrir okkur til að taka með í ferðalagið og þar sem ég hafi keypt rabarbara í Víði nokkrum dögum áður þá kom ekkert annað til greina en rabarbarakaka. Þessi kaka minnir óneitanlega á ferðalagsköku síðasta sumars enda svona formkökur alveg upplagðar til að taka með í ferðalag en ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra. Þær eru báðar svo góðar!

A14

A12

A11

A8

A7

A5

A6

A4

A3

A2

A1

A10

A13

Rabarbaraformkaka
Fyrir 8

Smjör til að smyrja bökunarform

Í rabarbarafyllinguna:

450 g rabarbari
1/4 bolli sykur
2 tsk maízenamjöl
1/2 tsk engifer (kryddið)

Í mulninginn:

1/3 bolli púðursykur (þéttpakkaður)
1/3 bolli sykur
1 tsk kanill
1/2 tsk engifer (kryddið)
1/8 tsk salt
113 g smjör, brætt
1 3/4 bolli hveiti

Í kökuna:

1/3 bolli sýrður rjómi
1 stórt egg
1 stór eggjarauða
2 tsk vanilluextrakt
1 bolli hveiti
1/2 bolli sykur
1/2 tsk matarsodi
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
85 g smjör, mjúkt

Hitið ofninn í 165°C. Smyrjið ferkentað form sem er 20×20 cm eða sambærilegt (sjá hér til að bera saman stærðir á bökunarformum).

Skerið rabarbarann í u.þ.b. 2 cm þykka bita og blandið saman við sykur, maízenamjöl og engifer. Látið til hliðar.

Gerið næst mulninginn. Blandið púðursykri, sykri, kanil, engifer og salti saman við bráðið smjörið þar til sykurinn leysist algjörlega upp. Það er mjög mikilvægt að sykurinn bráðni því annars verður mulningurinn of þurr. Bætið hveitinu saman við með sleif. Blandan verður eins og þykkt deig. Setjið til hliðar.

Gerið næst kökudeigið. Hrærið sýrðan rjóma, egg, eggjarauðu og vanilluextrakt saman í skál. Setjið hveiti, sykur, matarsóda, lyftiduft og salt í hrærivél og blandið snöggt saman. Setjið smjör og u.þ.b. matskeið af blautefnunum saman við og hrærið í smástund á miðlungshraða. Aukið hraðann og hrærið saman í 30 sekúndur. Bætið afgangnum af blautefnunum saman við í tveimur skömmtum og hrærið í 20 sekúndur á milli skammta. Takið u.þ.b. 1/2 bolla af deiginu frá og setjið til hliðar.

Setjið restina af deginu í smurt formið og dreifið vel úr því. Dreifið rabarbaranum jafnt yfir deigið. Setjið svo deigið sem var sett til hliðar víðsvegar yfir rabarbarann. Þetta þarf ekki að vera jafnt.

Takið mulningsblönduna og dreifið henni yfir í kökuna í nokkuð stórum molum. Bakið í 45 -55 mínútur eða þar til tannstöngull sem hefur verið stungið í kökuna kemur hreinn út.

Uppskriftin er fengin frá Smitten Kitchen (Big Crumb Coffee Cake).

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: