Grillaður hörpudiskur með chili-hvítlaukssmjöri

A5

Matarmójóið mitt er búið að vera fjarverandi upp á síðkastið og ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hverju. Máltíðirnar hjá okkur hjónunum hafa undanfarið ósköp oft verið grillað kjöt og salat eða einfaldlega borðaðar annarstaðar en heima. Stundum er það bara þannig og það er alveg sérstaklega mikið þannig á vorin og sumrin. Í gærkvöldi boðuðum við t.d. alveg óvart kvöldmat á K-Bar, fórum í göngutúr, komum við hjá vinum okkar í Norðurmýrinni í eitt vínglas og röltum að lokum heim í sumarsólinni. Ég elska alveg frekar mikið að njóta sumarsins og góða veðursins á þennan hátt án þess að þurfa að skipuleggja allt fyrirfram.

Þó ég hafi týnt mójóinu mínu þá held ég mögulega að ég sé búin að finna það aftur og það svona líka með hvelli. Ég keypti mér litla matreiðslubók um helgina sem heitir einfaldlega “The BBQ Book” og er eftir gaur sem kallar sig DJ BBQ (hann er með þætti á Food Tube sem þið ættuð endilega að tékka á). Þar sá ég uppskrift að svakalega girnilegum hörpudisk sem er grillaður í skelinni og svo borinn fram með chili-hvítlaukssmjöri. Ég hugsaði um leið að maður fengi hvergi hörpudisk í skel hér á landi en strax daginn eftir fékk ég tölvupóst frá Frú Laugu þar sem auglýstur var til sölu hörpudiskur í skel! Það þurfti nú ekki að segja mér það tvisvar.

Hörpudiskurinn er óhreinsaður svo það þarf að opna skelina og skera kjötið varlega  frá henni. Ég kann svo sem ekkert að verka hörpuskel en ég snyrti allt frá nema sjálfan vöðvann og hrognin, skolaði allt vel og vandlega og lagði svo aftur í hreina skelina.

A1

A2

A4

Grillaður hörpudiskur með chili-hvítlaukssmjöri
Fyrir 3-4 í forrétt

2 msk ólífuolía
100 g smjör
1 chili, smátt saxaður
3 hvítlauksrif, smátt söxuð
nýmulinn svartur pipar
12 hörpudiskar í skel, snyrtir
100 ml hvítvín eða vermút
Handfylli ferskur kóreander, saxaður

Setjið ólífuolíu, smjör, chili, hvítlauk og slatta af svörtum pipar í lítinn pott og hitið yfir vægum hita þar til smjörið er bráðið. Setjið til hliðar þar til hörpudiskurinn er tilbúinn.

Hitið grillið vel. Setjið smá slettu af hvítvíni/vermút yfir hvern hörpudisk og setjið svo skeljarnar beint á grillgrindina. Lokið grillinu og grillið hörpudiskinn þar til hann er rétt svo eldaður í gegn, u.þ.b. 5 mínútur (fer eftir stærð).

Færið skeljarnar yfir á disk og setjið u.þ.b. 1 tsk af chili-hvítlaukssmjöri yfir hvern hörpudisk. Dreifið ferskum kóreander yfir. Borðið hörpudiskinn beint úr skelinni til að nýta hvern dropa af smjörinu góða!

Uppskriftin er lítillega aðlöguð frá “Scallops with chilli garlic butter” úr bókinni The BBQ Book eftir DJ BBQ.

 

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: