Tagliatelle með chorizo og klettasalati

19/05/2014

Aðalréttir

A4

Ég var kýld svo svakalega á æfingu áðan að það brakaði í kjálkanum á mér og hann gekk allur til. Það ætti að kenna mér að halda höndunum fyrir andlitinu! Ég kem alltaf svo seint af æfingu að ég reyni að hafa eitthvað í matinn sem er hægt að koma á borðið á innan við hálftíma og í kvöld átti það að vera baka með chorizo, tómötum og klettasalati. Ég er hins vegar búin að vera með sérstaklega stóran og ólögulegan tagliatelle pakka uppi á borði síðan í síðustu viku af þeirri einföldu ástæðu að hann kemst hvergi ofan í skúffu í eldhúsinu svo ég ákvað á síðustu stundu að breyta réttinum í pastarétt og losa mig í leiðinni við pakkanna.

Ég verð að viðurkenna að þó ég elski fína eldhúsið okkar þá vildi ég stundum óska að það væri aðeins stærra því það er ekki hægt að opna skáp eða skúffu án þess að fá eitthvað í hausinn eða á tána. Aftur á móti má segja að plássleysið hafi neytt mig til að upphugsa þennan rétt svo kannski er þetta bara ágætt? Rétturinn var allavega mjög góður þó ég hafi reyndar átt í mestu erfiðleikum með að tyggja hann út af laskaða kjálkanum. Þær eru stórhættulegar þessar íþróttir eins og hann karl faðir minn segir alltaf.

A1

A2

A3

Tagliatelle með chorizo og klettasalati
Handa 2

250 tagliatelle
1 tsk ólífuolía
200 g chorizo pylsa, skorin í teninga
3 hvítlauksrif, smátt söxuð
75 klettasalat
75 g parmesan ostur, gróft rifinn
1/2 lítil sítróna
Salt og pipar

Sjóðið tagliatelle í söltu vatni eftir leiðbeiningum á pakka.

Á meðan pastað er að sjóða hitið ólífuolíu á pönnu og steikið svo chorizo pylsuna þar til hún er orðin dálítið stökk. Bætið hvítlauki út á pönnuna og takið strax af hitanum. Hrærið í á meðan pannan er að kólna.

Rétt áður en pastað er soðið, takið þá 1 bolla af pastavatninu og haldið til hliðar.

Setjið pönnuna með chorizo pylsunni og hvítlauknum aftur á lágan hita. Hellið vatninu af pastanu og setjið það út á pönnuna ásamt klettasalati, parmesanosti, sítrónusafa, klípu af salti og vel af nýmöluðum pipar. Setjið fyrst helminginn af pastavatninu saman við  til að bleyta aðeins upp í þesssu en það gæti alveg þurft að setja það allt. Spilið það dálítið eftir eyranu. Berið fram með merira af rifnum parmesanosti.

 

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: