Páskabollur

22/04/2014

Uncategorized

A10

Páskarnir liðu í letimóðu og við hjónin náðum bæði að slaka betur á en við höfum gert í langan tíma. Við heimsóttum auðvitað nánustu fjölskyldu en vorum annars bara tvö heima að gera nákvæmlega ekki neitt svo ég er algjörlega endurnærð eftir fríið. Jæja ókei ef ég á að vera alveg hreinskilin þá væri ég algjörlega endurnærð eftir fríið ef við hefðum ekki farið út að hitta vini í gærkvöldi, sofnað hálftvö, vaknað sjö og tekið powerdag í vinnunni. Ég er dálítið mikið þreytt (en það var algjörlega þess virði!).

Það er hefð í mörgum enskumælandi löndum að borða eitthvað sem er nefnt “hot cross buns” á föstudaginn langa. Þetta eru kryddaðar hálfsætar brauðbollur með rúsínum og hvítum krossi ofan á og mig hefur lengi langað til að prófa að baka þær en aldrei látið verða af því. Á laugardaginn mundi ég skyndilega eftir þessum bollum, fann uppskrift frá Donnu Hay og ákvað að láta vaða. Það er skemmst frá því að segja að bollurnar voru æðislega góðar og þá sérstaklega heitar úr ofninum með miklu smjöri. Ég er ekki frá því að þetta verði páskahefð héðan í frá og þar sem mig vantar íslenskt nafn á bollurnar nefni ég þær hér með páskabollur. Það má þó að sjálfsögðu alveg baka bollurnar þó það séu ekki páskar enda eru þær svo góðar að það er óþarfi að takmarka baksturinn við eitt skipti á ári.

A1

A2

A3

A4

A5

A7

A8

Páskabollur
12 bollur

Í bollurnar:

1 msk þurrger (“active dry yeast”)
1/2 bolli sykur
1 1/2 bolli (350 ml)volg  mjólk
4 1/4 bolli hveiti
2 1/4 tsk kanill
1/4 tsk kóreander
1/4 tsk múskat
1/8 tsk engifer
1/8 tsk negull
50 g smjör, bráðið
1 egg
1 1/2 bolli rúsínur
1/3 bolli sykraður appelsínubörkur

Í krossinn:

1/2 bolli hveiti
1/3 bolli vatn

Í sykurbráðina:

1/4 bolli vatn
1/2 bolli sykur

Setjið ger, 2 tsk af sykri og alla mjólkina í skál og setjið til hliðar í 5 mínútur. Blandan mun byrja að freyða sem bendir til þess að gerið sé virkt.

Bætið hveiti, kryddi, smjöri, eggi, rúsínum, appelsínuberki og restinni af sykrinum saman með smjörhníf þar til klístrað deig byrjar að myndast. Setjið smá hveiti á borðið og hnoðið deigið í 8 mínútur eða þar til það fer að vera teygjanlegt. Einnig er hægt að hnoða deigið með hnoðaranum á hrærivél (ég gerði það!).

Olíuberið stóra skál með matarolíu, setjið deigið ofan í og breiðið viskustykki yfir skálina. Látið þetta standa á hlýjum stað í 1 klst eða þar til deigið hefur tvöfaldast. Skiptið deiginu í 12 hluta og rúllið þeim í bollur.

Smyrjið stórt ferkantað form (23×33 cm) vel og vandlega og látið jafnvel bökunarpappír í botninn og upp með hliðunum. Setjið deigbollurnar í formið, breiðið yfir það með hreinu viskustykki og látið standa á hlýjum stað í 30 mínútur eða þar til bollurnar eru farnar að lyfta sér.

Hitið ofninn í 200°C.

Blandið hveiti og vatni saman þannig að blandan sé mátulega þykk til að sprauta henni. Setjið í lítinn plastpoka, klippið eitt hornið af honum og sprautið kross á hverja bollu fyrir sig.

Bakið í 30-35 mínútur eða þar til bollurnar eru orðnar brúnar.

Búið til sykurbráðina á meðan bollurnar eru í ofninum. Setjið sykur og vatn í lítinn pott og setjið yfir miðlungshita þar til sykurinn er alveg leystur upp í vatninu. Penslið bollurnar vel og vandlega með sykurbráðinni um leið og þær koma út úr ofninum.

Uppskriftin er lítillega aðlöguð frá Hot Cross Buns úr bókinni Modern Classics 2 eftir Donnu Hay.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: