Stokkhólmur

18/04/2014

Daglegt líf, Ferðalög

IMG_2417

Ég vona að þið séuð að njóta páskahelgarinnar jafn mikið og ég. Eins og mér fannst föstudagurinn langi alveg agalegur dagur þegar ég var krakki (ekkert að gera og fiskur í matinn!) þá finnst mér hann alveg dásamlegur núna. Þetta er líklega eini dagurinn á árinu þar sem maður getur með góðri samvisku gert nákvæmlega ekki neitt og það er nákvæmlega það sem ég ætla mér að gera. Við höfum oft notað páskana í að ferðast eitthvað en í þetta sinn tókum við ferðalagið helgina fyrir páska og getum því með góðri samvisku verið heima í afslöppun í páskafríinu.

Við fórum sem sagt til Stokkhólms um síðustu helgi ásamt tveimur öðrum pörum sem við erum reyndar líka í matarklúbb með. Það ætti þvi ekki að koma á óvart að við gerðum lítið annað en að borða góðan mat og drekka gott vín. Við borðuðum á tveimur alveg stórkoslegum stöðum sem ég get innilega mælt með ef þið eigið leið um Stokkhólm en það voru tapas staðurinn Aqui og steikarstaðurinn Grill. Við fengum reyndar alltaf góðan mat en þessir tveir staðir standa upp úr. Þetta var reyndar í alla staði virkilega vel heppnuð ferð enda Stokkhólmur svo falleg borg og félagsskapurinn svo góður.

C1

c2

C3

C4

C5

C6

C8

C9

C10

C11

C12

C13

C14

C15

C16

C17

C19

C20

C18

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: