Nautaribeye með sveppasmjöri

B5

Fullkomið föstudagskvöld á þessu heimili felst í því að kaupa fallega nautasteik, opna góða rauðvínsflösku og njóta hvoru tveggja yfir góðu samtali. Það er svo ótrúlega gott að ljúka erfiðri vinnuviku á því að sitja tvö saman og njóta góðs matar og samverunnar við hvort annað. Þetta er eiginlega föstudagshefðin okkar en vegna anna í félagslífinu náum við nú ekki að gera þetta mikið oftar en einu sinni í mánuði.

Við kaupum langoftast fallega fitusprengdar ribeye steikur því þær eru svo bragðmiklar og meyrar. Um daginn datt mér í hug að bræða smjör, hræra fljótandi sveppakrafti saman við og pensla steikurnar með þessu áður en og á meðan þær voru grillaðar. Þetta var alveg sjúklega gott! Smjörið brennur dálítið sem tryggir að steikin verður smá stökk að utan en rauð og fín að innan. Sveppakrafturinn gefur síðan rosalega gott umami bragð sem færir steikina alveg upp á annað plan.

B1

B3

B4

Ribeye með sveppasmjöri
Fyrir 2

50 g smjör
2 msk fljótandi sveppakraftur
2 ribeye steikur
Salt og pipar

Bræðið smjörið, hellið sveppakraftinum út í og hrærið saman.

Penslið steikurnar með smjörblöndunni og saltið þær svo og piprið.

Grillið steikurnar yfir háum hita þar til þær eru steiktar eins og þið viljið. Penslið þær reglulega með smjörblöndunni en passið að þær verði ekki eldinum að bráð!

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: