Miðausturlenskar vefjur með kjötbollum

02/04/2014

Aðalréttir

A4

Tortillakökur eru dálítið eins og egg á þann hátt að ef maður á þær til þá er afar einfalt að búa sér til bragðgóða máltíð úr þeim og því sem maður getur fundið í annars tómum ísskápnum. Ég tala nú ekki um þann lúxus að eiga bæði tortillakökur OG egg… þá er veisla! Einnig er klassískt að vefja þeim utan um afganga eða eitthvað sem manni finnst ekkert rosalega gott en keypti í einhverju rugli og hefur samviskubit yfir að sé að skemmast. Skella smá salsa á allt saman og málið er dautt.

Það var einmitt þannig á mánudaginn að í einhverju heilsukasti fór ég í búðina og keypti þar silung sem ég ætlaði að elda í ofni og bera fram með tómatasalati. Ég fór því næst út að hlaupa (heilsukastið sjáið þið til) og hvað gerðist þá? Nú mig langaði að sjálfsögðu bara ekkert í silunginn. Það bætti ekki úr skák að Gunnar kom heim úr vinnunni, horfði opinmynntur á mig eins og ég hefði misst vitið og sagði “Keyptirðu SILUNG?!”. Já svo við röltum bara á pizzastaðinn á Hverfisgötu og gáfum skít í silunginn. Fullkomlega eðlilegt. Daginn eftir stóðum við hins vegar frammi fyrir því vandamáli að neyðast til að borða silunginn og þá bara tróðum við honum í vefju með sterku salsa, grænmeti og sýrðum rjóma og það var líka bara svona fjári gott. Tortillakökur til bjargar!

Þessi réttur sem ég deili með ykkur núna er samt engin redding fyrir óæskileg hráefni heldur langaði mig svo svakalega í eitthvað miðausturlenskt um daginn og þetta var útkoman. Helst hefði ég viljað bera þetta fram á flatbrauði eða pítu en ég átti tortillakökur svo ég notaði þær. Við hjónin vorum sammála um að þetta væri alveg svakalega gott.

A1

A2

A3

Miðausturlenskar vefjur með kjötbollum
Fyrir 4

Í sósuna:

1 dós (180g) sýrður rjómi
3 tsk harissa*
Salt og pipar eftir smekk

Í kjötbollurnar:

2 brauðsneiðar
4 msk mjólk
600 g nautahakk
2 eggjarauður
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 tsk turmeric
1 tsk cumin
1/2 tsk reykt paprika
1 tsk salt í flögum
1 tsk svartur nýmulinn pipar
1 msk ólífuolía
400 g niðursoðnir tómatar

Í vefjurnar:

8 litlar tortillakökur (eða flatbrauð eða pítur)
1 rauðlaukur, þunnt sneiddur
1 paprika, þunnt sneidd
Svartar ólífur

Útbúið sósuna með því að hræra saman sýrðum rjóma, harissa og salti og pipar eftir smekk. Setjið til hliðar.

Rífið brauðið niður, setjið í litla skál ásamt mjólkinni og leyfið að standa á meðan hinum hráefnunum í kjötbollurnar er blandað saman.

Í stórri skál blandið saman nautahakki, eggjarauðum, hvítlauki, turmeric, cumin, reyktri papriku, salti og pipar. Kreistið mjólkina úr brauðinu og bætið brauðinu saman við. Blandið öllu vandlega saman með höndunum og mótið litlar bollur úr blöndunni.

Hitið olíu á pönnu og steikið kjötbollurnar þar til þær eru farnar að brúnast. Hellið tómötunum yfir kjötbollurnar og leyfið öllu að malla í 5-8 mínútur eða þar til kjötbollurnar eru eldaðar í gegn.

Hitið tortillakökurnar á pönnu. Setjið kjötbollur með tómötum, rauðlauk, papriku, svartar ólífur og sósuna úr sýrða rjómanum á tortillakökurnar og njótið (það verður subbulegt en gott).

*Harissa er chilimauk sem fæst m.a. í Nóatúni. Ef þið eigið það ekki til má að sjálfsögðu bara nota hreinan sýrðan rjóma á vefjuna.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: