Caipirinha syllabub

17/03/2014

Eftirréttir

A4

Syllabub er gamall enskur eftirréttur sem ég sá fyrst í uppskrift frá Nigellu og hefur langað til að prófa að gera síðan. Þetta er gríðarlega einfaldur og fljótlegur réttur enda í grunninn bara þeyttur rjómi bragðbættur með einhverskonar víni og sýru. Ég ákvað að bragðbæta minn með cachaca og lime til að gera einskonar caipirinha útgáfu og setti svo hindber í botninn til að rétturinn hefði ekki allur sömu áferð. Þetta heppnaðist virkilega vel en ef þið eigið ekki cachaca þá má nota hvítt romm í staðinn eða bara hvítvín. Ég er líka viss um að eplacider væri frábær í óáfenga útgáfu. Prófið ykkur áfram!

A1

A2

A3

Caipirinha syllabub

Fyrir 4

1 lime, safi og börkurinn fínt rifinn
250 ml rjomi
50 g sykur
2-3 msk cachaca eða hvítt romm (eftir smekk)
125 g hindber

Rífið börkinn af lime-inu og setjið til hliðar.

Setjið rjómann og sykurinn í skál og þeytið þar til blandan er orðin nokkuð stíf. Bætið limesafa, nánast öllum limeberkinum (geymið smá til að skreyta) og víninu saman við og hrærið varlega.

Setjið hindberin í botninn á fjórum glösum og skiptið svo rjómablöndunni á milli þeirra. Skreytið með limeberki. Geymið í kæli þar til á að borða réttinn.

Advertisements
, , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

Comments are closed.

%d bloggers like this: