Beef tartare

12/03/2014

Aðalréttir, Forréttir

A7Ég veit að líklega munu aðeins 10% ykkar sem lesa þessa færslu geta hugsað sér að borða þennan rétt en ég verð engu að síður að segja ykkur frá honum og hvetja ykkur til að prófa. Beef tartare er í grunninn hrátt smátt saxað nautakjöt sem er oft borið fram með lauk, capers, súrum gúrkum og hrárri eggjarauðu. Það er alveg margt í þessari upptalningu sem fær fólk til að hrylla sig og trúið mér ég skil það alveg enda hrylli ég mig eiginlega sjálf þegar ég les þessa setningu aftur yfir. Sannleikurinn er bara sá að þetta er svo miklu betra en það hljómar.

Þegar við fórum til London í síðasta mánuði þá fórum við að borða á staðnum Barbecoa og skiptum þar með okkur beef tartare í forrétt sem var svo gott að ég hef eiginlega ekki getað hætt að hugsa um það síðan. Þar var kjötið borið fram með chimichurri aioli í stað eggjarauðunnar og með grilluðu brauði. Ég ákvað að gera þetta á svipaðan hátt nema ég bjó til trufflumajónes til að hafa með. Þetta var svakalega gott en ef þið látið vaða að prófa þetta þá hvet ég ykkur til að vera hófsöm í skammtastærðum og hafa þetta sem léttan forrétt. Já og svo þarf varla að taka það fram að hér þýðir ekki að spara við sig þegar kemur að gæðum kjötsins því það er talsverður munur á því að borða hráa nautalund eða hrátt hakk úr Bónus.

A1

A2

A3

A4

A6

Beef tartare með trufflumajónesi
Fyrir 4 sem forréttur

320 g nautalund
1 lítill skallottulaukur
2 msk súrar gúrkur, smátt saxaðar
1 msk capers
2 msk ferskt timjan
1/2 tsk Maldon salt
1/2 tsk nýmalaður svartur pipar
1 msk góð jómfrúrolía

Gott baguette
Jómfrúrolía
Heimagert majónes
Truffluolía eftir smekk (má sleppa)

Saxið nautakjötið mjög smátt og setjið í skál. Bætið skallottulauk, súrum gúrkum, capers, timjan, salti, pipar og jómfrúrolíu saman við. Blandið öllu vel saman með sleif. Mótið fjóra litla borgara úr blöndunni og kælið svo þar til á að borða.

Skerið dágóðan bita af brauðinu og kljúfið hann svo eftir endilöngu. Hitið grillpönnu (eða grill) þar til hún er rjúkandi heit. Dreifið jómfrúrolíu yfir brauðið og grillið á sárinu þar til brauðið er orðið gyllt og ristað.

Setjið nokkra dropa af truffluolíu saman við majónesið og hrærið saman. Smakkið til að meta hversu mikið af truffluolíu þarf. Einnig má bara sleppa truffluolíunni og nota majónesið eins og það er.

Berið kjötið fram með brauðinu og vænum skammti af trufflumajónesi.

Advertisements
, , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Beef tartare”

 1. Ásdís Says:

  Vá geggjað flottur hjá þér! Ég er engin sérstakur tartare fan en þú fékkst mig næstum til að langa að prófa :)

  Reply

 2. andri Says:

  Vampyrur eins og eg elska thennan rett- nautakjot ad vera hrátt!
  Kv. Andri

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: