Majónes

10/03/2014

Meðlæti, Sósur

A5

Í dag er mánudagur og það alveg mánudagslegasti mánudagur í langan tíma. Slabb og rigning, mars rétt byrjaður og allir einhvernveginn alveg á kafi í vetrarrútínunni. Það hefur ekki margt drifið á daga okkar hjónanna upp á síðkastið enda er búið að vera mikið að gera hjá okkur báðum í vinnu og öðru. Helgin sem var að líða var þó róleg og góð enda gátum við verið dálítið heima. Á föstudagskvöldið elduðum við dýrindis lambafillet frá Bjarteyjarsandi og drukkum uppáhaldsvínið með svo það var frekar næs. Í gær fórum við svo í brunch á Borðstofunni sem var mjög vel heppnaður og mæli ég virkilega með að þið prófið að borða þar. Maturinn var afskaplega vandaður og bragðgóður og svo spillir ekki fyrir að borða hann í svona fallegu húsi.

Ég gerði pínú gúrmei hádegismat handa okkur hjónunum á laugardaginn og hluti af honum var heimagert majónes. Ég veit að það kann að hljóma eins og óttalegt vesen að gera sitt eigið majónes þegar það er svo auðvelt að kippa bara með einni dollu úr búðinni. Sannleikurinn er hins vegar sá að það er lauflétt og fljótlegt að búa til majónes og svo er það umfram allt svo miklu betra en það sem er hægt að kaupa úti í búð. Í alvöru svo miklu miklu betra.

Nú hef ég gert majónes ótal sinnum en ég man samt aldrei hlutföllin þannig að ég held ég þurfi að fara að hafa þetta sem möntru til að það síist inn. 1 egg, 2 msk sinnep, 1 msk edik/sítrónusafi, 1 bolli olía. Salt og pipar. Það er allt og sumt. Það er lítið mál að hræra þetta í höndunum með píski en ennþá minna mál að láta blandarann um erfiðisvinnuna.

Majónes
Gerir rúmlega 1 bolla

1 stórt egg
2 msk dijon sinnep
1 msk eplaedik
Maldon salt
Nýmalaður svartur pipar
3/4 bolli repjuolía (eða önnur bragðdauf olía)
1/4 bolli ólífuolía

Setjið egg, dijon sinnep og eplaedik í blandara. Setjið klípu af salti og pipar saman við. Lokið blandararanum og þeytið saman í nokkrar sekúndur. Setjið blandarann aftur í gang, opnið hann (helst litla opið í lokinu ef það er til staðar) og látið olíuna renna í mjög mjórri bunu ofan í á meðan blandarinn gengur. Þegar öll olían er komin saman við þá ætti blandan að vera mátulega þykk.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

Trackbacks/Pingbacks

  1. Beef tartare | Lúxusgrísirnir - 12/03/2014

    […] baguette Jómfrúrolía Heimagert majónes Truffluolía eftir smekk (má […]

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: