Soja- og hlynsýrópsleginn þorskur með steiktum hrísgrjónum

B2

Mér finnst ég elda fisk allt of sjaldan en svo þegar ég skoða síðustu færslur þá lítur út fyrir að við borðum lítið annað en fisk og súpur. Ég skil ekkert í þessu. Þetta endurspeglar sko ekki raunveruleikann og þá sérstaklega ekki upp á síðkastið því við erum farin að borða allt of mikið af tilbúnum mat. Skamm skamm. Það er eilíft vandamál að muna eftir að elda fiskinn sem við eigum í frysti og enn meira vandamál að finna út úr því hvað ég á að gera við hann því ég er svo óvön að elda fisk að mér dettur ekkert í hug.

Um daginn sá ég alveg svakalega girnilega mynd á instagram af laxi með steiktum hrísgrjónum og þó mér finnist eldaður lax alveg ferlega vondur þá hugsaði ég með mér að það mætti alveg útfæra svipaðan rétt með þorski. Ég vil ekki vera með allt of miklar yfirlýsingar en þetta er líklega besti fiskréttur sem ég hef nokkurntíma eldað. Léttur, ferskur, virkilega bragðmikill og umfram allt fljótlegur.

Soja- og hlynsýrópsleginn þorskur með steiktum hrísgrjónum
Fyrir 2

500  g þorskflök
3 msk sojasósa
3 msk hlynsýróp
1 msk + 1/2 msk sesamolía
1/2 bolli brún grjón
1 msk olía
2 stór hvítlauksrif, smátt söxuð
1 blaðlaukur, sneiddur
1/2 – 1 chili eftir smekk, smátt saxaður
1/2 lime, safinn og börkurinn fínt rifinn
1/2 msk fiskisósa
1/2 bolli ferskt kóreander, saxað
Salt eftir smekk

Skerið þorskflökin í 2-3 bita eftir stærð.

Blandið sojasósu, hlynsýrópi og 1 msk af sesamolíu saman í miðlungsstórri skál. Setjið þorskbitana út í og veltið vel upp úr blöndunni. Látið standa eins lengi og þið hafið tíma fyrir, hálftími er nóg en tveir tímar er mikið betra. Veltið fiskinum öðru hvoru upp úr blöndunni á meðan hann marinerast.

Hitið ofninn í 180° C.

Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningum á pakka. Látið renna af þeim og setjið til hliðar.

Setjið bökunarpappír á ofnplötu og dreifið þorskbitunum um plötuna. Setjið inn í heitan ofninn og steikið þar til fiskurinn er rétt svo eldaður í gegn. Þetta ætti að taka u.þ.b. 6-10 mínútur. Útbúið steiktu hrísgrjónin á meðan fiskurinn eldast.

Hitið olíu á pönnu. Setjið hvítlauk, blaðlauk og chili á pönnuna og steikið við miðlungsháan hita þar til það er farið að mýkjast. Bætið grjónunum út á pönnuna ásamt 1/2 msk af sesamolíu og steikið í smástund. Bætið limesafa, limeberki, fiskisósu og kóreander út í og blandið vel saman. Smakkið til og athugið hvort það þurfi að salta hrísgrjónin.

Dreifið hrísgrjónunum á tvo diska, setjið þorskbitana ofan á og borðið strax

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: