Lundúnaferð

12/02/2014

Daglegt líf, Ferðalög

A18

Við hjónin keyptum okkur flug til London á hraðatilboði í haust og um síðastliðna helgi var loksins komið að því að fara. Við vorum bara þrjár nætur svo við ákváðum að gista á skemmtilegu hóteli og njóta þess virkilega að taka smá vetrarfrí. Við héldum okkur að mestu í Shoreditch hverfinu þar sem hótelið var enda alveg æðislega skemmtilegt hverfi með frábærum börum, veitingastöðum og verslunum. Þetta er auðvitað mekka hipsterismans og hótelið okkar var svo hipp að það hálfa hefði nú alveg verið nóg en við höfðum nú bara gaman að því og reyndum að falla í hópinn.

Það var fyrirfram ákveðið að hafa ekkert plan svo við vorum alveg svakalega afslöppuð og gerðum einhvernveginn ekki neitt en samt allt sem okkur langaði til. Við röltum um, drukkum góða drykki, borðuðum æðislegan mat og nutum þess að vera saman. Það þarf bara ekkert meira en það.

Ef einhver er á leiðinni til London þá get ég hiklaust mælt með Ace Hotel Shoreditch, Bunnychow (suðurafrískur skyndibiti), Yalla Yalla (líbanskur götumatur), Jubo (kóreskur götumatur), Red Dog Saloon (amerískur BBQ matur) og Barbecoa (steikarstaður í eigu Jamie Oliver) og að sjálfsögðu Borough Market þar sem er hægt að kaupa æðislega matvöru (ég keypti truffluhunang!) og borða allskyns góðgæti.

A1

A2

A4

A6

A7

A8

A9

A10

A11 A12

A13

A14

A15

A16

A17

A19

a20

Advertisements
, , , , , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: