“Pönnu”kaka með hnetukaramellubráð

04/02/2014

Kökur

C3

Þegar við bjuggum úti í Bandaríkjunum keypti ég mér tvær steypujárnspönnur frá Lodge, bæði vegna þess að mig hafði alltaf langað í svoleiðis og vegna þess að þær kostuðu bara ekki neitt.  Hvers vegna keypti ég tvær? Jú af því að ég var nýbúin að kaupa mér bókina hennar Joy the Baker þar sem hún gefur uppskrift að svo girnilegri köku sem á að baka í steypujárnspönnu og ég hafði einhverntíma heyrt að maður ætti ekki að nota sömu pönnuna fyrir bakstur og matreiðslu. Ég veit svo sem ekki hvort það er alveg heilagt en pönnurnar urðu tvær, önnur 26 cm í þvermál en hin 30 cm.

Hvenær haldið þið svo að ég hafi látið verða af því að baka kökuna sem kom þessum pönnukaupum af stað? Fyrir tveimur vikum. Einu og hálfu ári eftir að ég keypti pönnu gagngert til að baka þessa ákveðnu köku. Ég veit ekkert hvernig stendur á þessu og  bölva sjálfri mér satt að segja frekar mikið því kakan er svo ofboðslega góð og fljótleg þar að auki.  Það tekur bara 30 mínútur að baka hana og svo fer karamellubráð yfir hana um leið og hún kemur úr ofninum. Allt saman borðað heitt með þeyttum rjóma. NAMM.

C1

C4

C5

“Pönnu”kaka með hnetukaramellubráð

Í kökuna:

1 1/2 bolli hveiti
3/4 tsk lyftiduft
3/4 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
85 g smjör, mjúkt
1 bolli sykur
1 stórt egg
1 stór eggjarauða
2 tsk vanilluextrakt
3/4 bolli súrmjólk

Í karamellubráðina:

3/4 bolli (þjappaður) púðursykur
55 g smjör
1/4 bolli rjómi
Salt
1 tsk vanilluextrakt
1 bolli grófsaxaðar valhnetur (eða pekanhnetur)

Hitið ofninn í 190°C.

Smyrjið hringlaga form (helst steypujárnspönnu) vel og vandlega og dustið hveiti yfir.  Setjið til hliðar.

Til að gera kökuna:

Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman í miðlungsstórri skál. Setjið til hliðar.

Þeytið smjör og sykur saman í hrærivél þar til ljóst og létt (ég notaði K-ið), u.þ.b. 3 mínútur. Bætið egginu og eggjarauðunni út í og þeytið í 1 mínútu á milli. Bætið vanilluextrakt saman við og þeytið örlítið.

Hafið hrærivélina á lágum hraða og bætið helmingnum af þurrefnunum saman við. Bætið súrmjólkinni út í og blandið rétt svo saman við. Bætið að lokum restinni af þurrefnunum saman við og hrærið á lágum hraða þar til allt er rétt svo blandað saman.  Takið skálina úr hrærivélinni og klárið að blanda saman með sleikju.

Setjið deigið í pönnuna og sléttið úr því. Bakið í 30 mínútur eða þar til tannstöngull sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.

Gerið karamellubráðina á meðan kakan er að bakast:

Setjið púðursykur, smjör, rjóma og klípu af salti í miðlungsstóran pott og bræðið yfir miðlungshita. Látið væga suðu koma upp og leyfið að malla í 3 mínútur. Takið af hitanum og hrærið vanillu og hnetum saman við.

Leyfið bráðinni að standa í pottinum í 20 mínútur þannig að hún stífni aðeins.

Hellið karamellubráðinni yfir heita kökuna um leið og hún kemur út úr ofninum. Ef kakan var bökuð í venjulegu formi er best að taka hana úr forminu fyrst, setja hana á disk og hella bráðinni svo yfir.

Berið fram strax með þeyttum rjóma  á meðan kakan er heit.

Uppskriftin er úr bókinni Joy The Baker Cookbook (Buttermilk Skillet Cake With Walnut Praline Topping).

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on ““Pönnu”kaka með hnetukaramellubráð”

 1. helenagunnarsd Says:

  Alveg hreint stórgirnilegt. Ég luma einmitt á nokkrum (mörgum) bookmörkuðum uppskriftum að svona pönnu kökum sem ég er alltaf á leiðinni að prófa. Pantaði mér svona pönnu frá USA í fyrra árið eftir að hafa leitað hér heima að pottjárnspönnum en enga fundið undir 25.000! mín kostaði innan við 5000 kall komin hingað með tollum og gjöldum :)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já og hefur þó ekki verið ódýrt að senda hana svona þunga! :) Mig minnir einmitt að mínar hafi kostað $17 og $23 sem er bara djók fyrir svona æðislegar pönnur.

   Reply

 2. Ásdís Says:

  Lítur rosalega vel út! Ætli það sé hægt að gera hana í venjulegu formi??? Á ekki svona fína pönnu.

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: