Kjúklingabaunamauk að hætti Inu

B4

Matseðillinn á þessu heimili hefur sko aldeilis ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Ástandið er svo slæmt að ég hef eiginlega bara borðað skál af Special K í kvöldmat eða í mesta lagi Subway til hátíðabrigða. Botninum var þó óneitanlega náð á þriðjudagskvöldið þegar ég borðaði banana með hnetusmjöri og Gunnar borðaði popp. Haldið þið að það sé heimilislíf!

Ástæðan fyrir þessu hörmungarástandi er aðallega sú að ég hef verið á glímunámskeiði tvö virk kvöld í viku og þar sem mig skortir alla hæfileika til að skipuleggja máltíðir í kringum það þá hefur þetta farið svona. Ég ætlaði líka að vera löngu búin að deila þessari uppskrift að kjúklingabaunamauki með ykkur en einhvernveginn hefur það líka orðið skipulagsleysinu að bráð svo það er ljóst að það er allt í rugli hjá mér þessa dagana. Ojæja.

Það mætti kannski kalla þetta ítalska útgáfu af hummus en stærsti munurinn er sá að í þessu mauki er ekkert tahini og áferðin á því er grófari en á hummus. Mér fannst þetta virkilega gott og ágætis tilbreyting frá venjulegum hummus sem er hægt að skella í þegar maður á ekkert tahini. Uppskriftin er aðlöguð úr Foolproof bókinni hennar Inu Garten svo hún er virkilega “foolproof” :)

B1

B2

B3

Kjúklingabaunamauk að hætti Inu

700 g kjúklingabaunir í dós eða krukku (ekki þurrkaðar)
1/3 bolli vatn
3 msk ólífuolía
2 miðlungsstórir tómatar, fræin fjarlægð og þeir skornir smátt
2 hvítlauksrif, pressuð eða mjög smátt söxuð
1/2 bolli nýrifinn parmesan ostur
3 msk steinselja, smátt söxuð
1 sítróna
Salt og pipar

Setjið kjúklingabaunirnar í sigti,  skolið þær vel undir köldu vatni og látið svo renna vel af þeim. Setjið þær í matvinnsluvél ásamt vatninu og púlsið þar til kjúklingabaunirnar eru grófsaxaðar en ekki alveg maukaðar.

Hitið ólífuolíu í pönnu á miðlungshita. Setjið tómatana á pönnuna og eldið í 3-4 mínútur eða þar til þeir eru farnir að mýkjast. Bætið hvítlauknum saman við og eldið í mínútu til viðbótar. Bætið kjúklingabaununum saman við og hrærið þeim vel saman við tómatana og hvítlaukinn. Eldið í u.þ.b. 5. mínútur eða þar til blandan er orðin heit og hrærið í öðru hvoru.

Takið pönnuna af hitanum og bætið parmesan osti, steinselju og sítrónusafa saman við kjúklingabaunablönduna. Saltið vel og piprið (allavega 1 tsk af hvoru) og blandið öllu vel saman. Smakkið og athugið hvort það þurfi meira salt og pipar. Setjið maukið í skál og sáldrið ólífuolíu yfir áður en það er borið fram.

Uppskriftin er lítillega aðlöguð frá “Tuscan mashed chickpeas” úr bókinni “Barefoot Contessa Foolproof: Recipes You Can Trust” eftir Inu Garten.

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: