Gulrótasúpa undir tælenskum áhrifum

20/01/2014

Léttir réttir, Súpur

A3

Ég á sem betur fer mikið af frábærum vinum og vinkonum og þar á meðal eru nokkrar yndislegar stelpur sem flestar  hafa verið vinkonur mínar síðan í framhaldsskóla eða jafnvel lengur. Við stofnuðum saumaklúbb fyrir nokkrum árum og var það aðallega gert til að tryggja það að við myndum hittast reglulega frekar en að við værum svo miklar handavinnukonur. Í gegnum tíðina hafa sumar okkar eignast börn eða flust erlendis en alltaf reynum við að hittast mánaðarlega þó stundum vanti einhverja. Það er alltaf gaman hjá okkur þegar við hittumst enda er áherslan mikið frekar á það að tala  saman og njóta samverunnar heldur en að keppast um að hafa sem glæsilegastar veitingar.

Ég bauð stelpunum heim í hádeginu í gær og ákvað að bjóða upp á einfalda súpu með góðu brauði. Súpan er létt en samt bragðmikil og af því það er smá Sriracha sósa í henni þá rífur hún vel í. Súpan rann ljúflega ofan í stelpurnar (og Gunnar sem var lokaður inni í herbergi) og það var sko ekki leiðinlegt að eiga afgang af henni til að borða þegar ég kom örþreytt heim af æfingu áðan.

A1

A2

Gulrótasúpa undir tælenskum áhrifum
Fyrir 6

1.5 kg gulrætur
2 laukar
1 stór hvítlaukshaus
2 msk olía
Salt
Pipar
800 ml létt kókosmjólk
400 ml vatn
2 lemongrass stilkar
5 lime lauf
2 kjúklingateningar
1/2-1 tsk Sriracha sósa
2 msk fiskisósa
2 lime
1-2 tsk agave sýróp eða sykur

Hitið ofninn í 200°C.

Skrælið gulrætur og skerið af þeim endana. Skerið laukana í tvennt og takið af þeim hýðið. Skerið toppinn af hvítlaukshausnum. Setjið allt saman á ofnplötu, setjið olíu yfir og vel af salti og pipar. Setjið í ofninn og eldið þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar, u.þ.b. 45 mínútur.

Setjð grænmetið í stóran pott ásamt kókosmjólk og vatni. Maukið með töfrasprota þar til blandan er orðin kekkjalaus. Þetta má líka gera í blandara.

Beyglið lemongrass stilka aðeins til og skerið jafnvel í þá. Setjið stilkana í súpuna ásamt lime laufum, kjúklingateningum, Sriracha sósu, fiskisósu, lime safa og agave sýrópi (eða sykri). Látið suðuna koma upp á súpunni og leyfið henni að malla við lágan hita í allavega 30 mínútur. Hún er langbest ef hún fær að standa yfir nótt.

Takið lemongrass stilka og lime lauf úr súpunni og hendið. Ef súpan er of þykk þá má bæta vatni út í hana en það gæti þá þurft að bæta fiskisósu og lime út í líka til að hún verði ekki bragðdauf.

Athugið: Það má vel nota ferskan chilipipar í staðinn fyrir Sriracha sósu ef þið eigið hana ekki til.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: