Plokkfiskur

08/01/2014

Aðalréttir

C2

Þá er komið að næsta kafla af “Kristín eldar fiskinn hans pabba”. Það er kannski pínu sérstakt að ég sé að gefa ykkur uppskrift að plokkfiski þar sem ég hef aldrei nokkurntíma gert hann áður en mér fannst bara takast svo vel til að að ég má til með að deila uppskriftinni. Ég verð að viðurkenna að ég held að hann karl faðir minn hefði hlegið að mér ef hann hefði séð mig sjóða fiskinn í réttinn þar sem ég snéri nú ekki lítið upp á nefið og kúgaðist þegar boðið var upp á soðinn fisk í gamla daga. Einhverntíma verður allt fyrst og þó ég hafi fengið pínu hroll þegar ég fann lyktina af soðna fiskinum þá harkaði ég af mér og huggaði mig við að ég þyrfti þó allavega ekki að borða fiskinn bara soðinn.

Þetta er frekar hefðbundinn plokkfiskur en ég poppaði hann þó aðeins upp með því að setja fennel, sítrónu og steinselju saman við. Niðurstaðan var léttur og góður plokkfiskur sem rann ljúflega ofan í mig og eiginmanninn sem hafði beðið sérstaklega um að fá þennan rétt. Er þetta ekki akkúrat það sem þarf eftir óhóf síðustu vikna?

C1

C3

Plokkfiskur
Handa 3-4

50 g smjör
200 g laukur, smátt saxaður
200 g fennel, smátt saxað
2 msk hveiti
300 ml nýmjólk
1/2 tsk salt
1/2 tsk sykur
1/2 tsk múskat
200 g soðnar kartöflur, skornar í bita
500 g soðinn þorskur, rifinn í bita
Pipar eftir smekk
Börkur af 1/2 sítrónu, fínt rifinn (má sleppa)
1 msk fersk steinselja, fínt söxuð (má sleppa)

Bræðið smjörið í þykkbotna potti. Setjið lauk og fennel saman við og steikið þar til það er farið að mýkjast. Bætið hveiti út í og steikið áfram í smástund. Hellið mjólkinni allri út í og pískið vel saman. Leyfið suðunni að koma upp og hrærið alltaf vel í pottinum til að jafna sósuna. Bætið salti, sykri og múskati út í sósuna og leyfið henni að malla í nokkrar mínútur.

Bætið kartöflum og fiski út í sósuna. Piprið vel og vandlega (mér finnst að plokkfiskur eigi að vera vel pipraður!) og hrærið öllu vel saman þannig að fiskurinn losni í sundur en sé samt ekki alveg í mauki.  Setjið plokkfiskinn í skál, dreifið sítrónuberki og steinselju yfir og berið fram strax.

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Plokkfiskur”

 1. Þóra Says:

  Sæl Kristín

  Takk fyrir góðar uppskriftir!!

  Má ég spyrja hvað Lodge steypujárnspannan þín er í þvermál?
  Er þetta sú sama og þú notaðir undir Dutch baby?

  Kveðja,
  Þóra

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Sæl Þóra!

   Ég á reyndar tvær misstórar Lodge steypujárnspönnur. Sú minni er u.þ.b. 26 cm í þvermál en sú stærri u.þ.b. 30 cm. Ég ákvað að nota þá minni eingöngu fyrir bakstur og þá stærri eingöngu fyrir matargerð en einhverjum þætti það kannski óþarfa smámunasemi :) Það er þá sem sagt sú minni sem ég notaði undir Dutch baby.

   Kveðja,
   Kristín

   Reply

   • Þóra Says:

    Sæl Kristín

    Mér finnst bara mjög sniðugt hjá þér að hafa sér pönnu fyrir bakstur og aðra fyrir matargerð! :)

    Ég er nýbúin að eignast 30 cm Lodge cast iron pönnu (pre-seasoned) sem ég keypti í Kokku og er bara búin að nota hana einu sinni til að brúna kjötstykki, það festist rétt aðeins við eins og við var að búast og ég þvoði hana með vatni eingöngu til að ná því sem festist við (reyndar smá sápu undir hana svo hún yrði ekki öll fitug). Kjötstykkið var fallega brúnað :)

    Ég veit ekki hvort ég eigi að leggja í það að prófa að spæla á henni egg þegar hún er svona ný, ætli eggið losni nokkurn tíma af henni?! haha

    Það eru svaka pælingar í gangi varðandi “seasoning” á svona pönnum til að fá þær góðar eins og sjá má, þú ert kannski búin að sjá þessar greinar:

    http://www.thekitchn.com/finally-the-science-behind-seasoning-cast-iron-the-best-oil-to-use-182433

    Hér er heil ritgerð um vísindin á bak við vel “seasoned” steypujárnspönnu:
    http://sherylcanter.com/wordpress/2010/01/a-science-based-technique-for-seasoning-cast-iron/

    En það er kannski óþarfi að vera að meðhöndla nýja pre-seasoned pönnu með hörfræ olíu eins og lýst er – kannski pannan þurfi að vera berstrípuð svo það sé gagn af því.

    Hvernig hefur þér gengið að elda á henni? :)

    Kveðja, Þóra

    Reply

    • Kristín Gróa Says:

     Hæ,

     Mér hefur gengið ágætlega að elda á henni og hef ekki lent í neinum miklum vandræðum með að það festist við. Þegar ég hugsa út í það þá hefur hún kannski batnað aðeins frá því að ég keypti hana fyrst. Ég var einmitt að elda lambafillet á henni í gær og það festist ekkert við. Það er svo algjör snilld að geta stungið pönnunni beint inn í ofn til að klára kjötið þegar búið er að brúna. Ég veit nú ekki hvort ég myndi leggja í að spæla egg á henni, læt teflonið duga í það! ;)

     Mín panna var pre-seasoned og ég hef líka alltaf þvegið hana bara með vatni til að eyðileggja ekki seasoningið því mér fallast einmitt hendur yfir þessum seasoning fræðum! :)

     Kveðja,
     Kristín

     Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: