Gleðilegt nýtt ár!

06/01/2014

Daglegt líf

A19

Þá er enn eitt árið runnið upp og mig langar að byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka ykkur kærlega fyrir að hafa litið hingað við á árinu sem er að líða :) Ég ætla ekki að afsaka það neitt sérstaklega að hafa ekki látð í mér heyra yfir hátíðarnar enda ákvað ég að hafa það náðugt og taka mér frí frá bæði vinnu, bloggi og íþróttum og gera sem minnst af því sem ég geri vanalega. Við áttum alveg dásamleg jól og áramót eins og alltaf og þó þeytingurinn á milli boða hafi stundum verið mikill þá er svo gaman að eyða þessum fáu dögum með fjölskyldunni að það var vel þess virði að þeytast smá.

Eins og svo oft áður eyddum við gamlárskvöldi í góðra vina hópi og í þetta sinn buðum við Gunnar afskaplega skemmtilegu og vel heppnuðu fólki að borða heima hjá okkur. Matseðillinn var nokkuð klassískur (humarsúpa, ribeye á beini, Mississippi mud pie), vínið var gott og félagsskapurinn alveg stórkostlegur. Það var mikið hlegið (vissulega að áramótaskaupinu en aðallega að okkur sjálfum), mikið skálað og mikið fagnað. Eftir algjörlega lágmarks flugeldaskot þá færðum við okkur úr Holtinu og fórum niður í bæ í epískt áramótateiti eins og þau gerast best. Ég er afskaplega þakklát fyrir að eiga svona góða og skemmtilega vini sem gerðu þessi áramót virkilega eftirminnileg.

Hvað ber nýja árið í skauti sér? Ég veit það sem betur fer ekki en þar sem mér finnst hvert ár öðru betra þá get ég ekki annað en verið viss um að svo verði einnig í þetta sinn og að þetta verði því besta ár allra tíma. Það þýðir ekki að stefna að neinu öðru.

Til gamans eru hér nokkrar myndir frá áramótaboðinu og undirbúningi þess.

A1

A2

A3

A4

A6

A7

A8

A9

A10

A11

A12

A13

A14

A15

A16

A17

A18

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

One Comment on “Gleðilegt nýtt ár!”

  1. Karen Erla Karólínudóttir Says:

    Þvílík veisla! Takk takk takk :-*

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: