Djúpsteiktur kalkúnn

09/12/2013

Daglegt líf, Matur

B13

Um síðustu helgi gerðist dálítið merkilegt heima hjá tengdaforeldrum mínum en þá buðu þau okkur í djúpsteiktan kalkún. Þegar við fluttum heim frá Bandaríkjunum þá komum við heim með kalkúnadjúpsteikingarpott handa þeim í gáminum en svoleiðis græja kostaði að mig minnir alveg heila 40 dollara í Home Depot. Fyrst þegar ég heyrði um djúpsteiktan kalkún þá hugsaði ég “týpískt amerískt að djúpsteikja allt… og meira að segja kalkúninn!” og fannst þetta alveg fáránleg hugdetta. Ég sá fyrir mér einhverskonar risastóran KFC kalkún, löðrandi í fitu og ógeði.

Ónei. Kalkúnninn fer algjörlega nakinn ofan í djúpsteikingarpottinn og olían sogast ekkert inn í kjötið svo það er ekkert greasy við þetta. Það sem gerist aftur á móti þegar kjöt er eldað í olíu er að vökvinn sleppur ekki út og kjötið verður því alveg svakalega safaríkt. Ég vissi svo sem ekki alveg við hverju var að búast en við vorum öll sammála um að þetta væri langbesti kalkúnn sem við hefðum nokkurntíma smakkað. Ég er alltaf hrifnust af dökka kjötinu því bringurnar eru yfirleitt þurrar en þessar bringur voru svo safaríkar að ég gat ekki gert upp á milli hvort mér fannst betra, bringurnar eða lærin.

Tengdaforeldrar mínir keyptu lítinn ferskan kalkún (4,5 kg), létu hann liggja í saltpækli yfir nótt og djúpsteiktu hann svo í 30 mínútur. Ég er ekki með nákvæma uppskrift handa ykkur en mig langaði bara að sýna ykkur þetta til gamans :)

B1

B2

B3

B4

B5

B6

B7

B8

B9

B10

B11

B12

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Djúpsteiktur kalkúnn”

 1. Nanna Says:

  Þvílík snilld. Pabbi er “bara” búinn að vera að tala um það að djúpsteikja kjúkling fyrir Þakkargjörðarboðið sitt í svona þrjú ár. Ég var ekki svo góð að ferja einn slíkan pott heim ;)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já þetta er svo mikil snilld að nú sé ég næstum eftir því að hafa ekki tekið einn svona með fyrir mig sjálfa þó ég hafi enga aðstöðu til að standa í svona. Einhvernveginn hljómar ekkert rosalega vel að vera með risastóran pott af bubblandi olíu og gas uppi á svölum á þriðju hæð! Svona fæst nú kannski hérna einhverstaðar ef pabbi þinn vill láta vaða á næsta ári en það kostar þá örugglega meira en $40.

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: