Jólahuggulegheit og heimagert sinnep

08/12/2013

Daglegt líf, Meðlæti

A3

Eftir að hafa hlaupið um eins og hauslaus hæna upp á síðkastið á milli jólahlaðborða, tónleika, námskeiða og vinnu þá kom loksins að því í dag að ég ákvað að vera heima og slaka á. Ég sat svo sem ekki auðum höndum (ég er ekkert voðalega góð í því) en ég kveikti á kertum, fékk mér smá púrtvín í glas,  hlustaði á Ellu syngja jólalög og dundaði mér við að baka sörur og lakkrístoppa. Vinur hans Gunnars kom í heimsókn og mér þótti ekki leiðinlegt að geta boðið þeim félögum upp á nýbakaðar smákökur með kaffinu. Mér finnst ég vera algjörlega endurnærð eftir öll huggulegheitin og er tilbúin til að takast á við vikuna sem verður auðvitað viðburðarík að vanda en á planinu er allavega glímunámskeið, uppistand með Russell Brand og makkarónunámskeið í Salt eldhúsi. Alltaf nóg að gera! :)

A5

A6

A7

Ég keypti jólablaðið hans Jamie Oliver um daginn og rak þar augun í uppskrift að heimagerðu sinnepi sem vakti athygli mína. Ég var nýbúin að kaupa gul sinnepskorn í Indía Sól og fannst upplagt að nota þau í að gera mitt eigið sinnep. Ég verð að viðurkenna að ég var alveg steinhissa á því hvað þetta var einfalt og krafðist lítillar vinnu. Það eina erfiða fyrir óþolinmóðu mig var að þetta þurfti að standa í þrjá daga en að öðru leyti var þetta bara ekki neitt mál! Ég notaði sinnepið í croque monsieur í hádeginu í dag og það hentaði alveg svakalega vel í það . Ég mæli með að þið prófið því þetta er svo einfalt og það eru næg tækifæri til að nota sinnepið yfir jólin.

A1

A2

A4

Heimagert sinnep
Gerir u.þ.b. 400 ml

100 g gul sinnepskorn
150 ml eplaedik eða hvítvínsedik
150 ml hvítvín
2 tsk sjávarsalt
U.þ.b. 4-5 tarragon stilkir, laufin tekin af

Setjið sinnepskornin, edikið, hvítvínið og sjávarsaltið í skál, setjið plastfimu yfir og látið standa í þrjá daga.

Á þriðja degi, setjð þá það sem er í skálinni í matvinnsluvél ásamt tarragoninu. Látið vélina ganga þar til blandan er orðin slétt og jöfn. Það gæti þurft að bæta við smá vatni en ég gerði það ekki. Smakkið og saltið meira ef þess þarf. Setjið í krukku sem lokast þétt og geymið í ísskáp.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: