Indversk fiskiskúpa

A5

Ég sit hér rauðeygð og þrútin en það er ekki af því ég hafi verið að grenja heldur af því ég tók hið klassíska múv að nudda augun allhressilega eftir að hafa skorið chilipipar. Maður skyldi ætla að þetta myndi lærast en nei sumt lærist ekki og sumir (ég) eru alltaf jafn utan við sig. Þau augun séu ekki bólgin af gráti þá gæti ég hins vegar eiginlega grátið yfir því hvað það er alltaf dimmt og drungalegt þessa dagana. Ekki nóg með að ég geti ekki fyrir mitt litla líf vaknað á skikkanlegum tíma á morgnana heldur eru birtuskilyrði til myndatöku svo slæm að ég hef eiginlega misst alla löngun til að deila með ykkur því sem ég er að gera. Ég ætla þó að láta vaða núna og þið verðið bara að treysta því að súpan sé gríðarlega góð þó myndirnar gætu verið betri.

Við renndum upp á Akranes á laugardagskvöldið og elsku kallinn hann faðir minn gaf okkur þennan líka dýrindis þorsk sem hann fiskaði fyrr um daginn. Ég veit ekki hvort pabbi sé svona lunkinn við að veiða alltaf bara fyrsta flokks fisk, hvort hann lætur mig alltaf fá bestu bitana eða hvort mér þykir fiskurinn bara betri af því pabbi veiddi hann en eitt er víst að það jafnast ekkert á við fiskinn hans pabba.

Í þetta sinn ákvað ég nota fiskinn í súpu og hún heppnaðist alveg einstaklega vel. Ég fór í verslunina Indía Sól á laugardaginn og hressti aðeins upp á indversku kryddbyrgðir heimilisins svo þaðan er innblásturinn að súpunni kominn. Indverjar myndu eflaust hrista hausinn yfir þessu hjá mér en súpan var svakalega bragðgóð og það skiptir mestu máli. Ég veit að innihaldslýsingin er dálítið löng en aðferðin er einföld og eflaust má sleppa einhverjum kryddum ef þið eigið þau ekki til. Smakkið ykkur áfram!

A1

A2

A3

A6

Indversk fiskisúpa
Fyrir 4

1  msk olía
1/2 tsk fennelfræ
1/2 tsk sinnepsfræ
1/2 tsk kóreanderfræ
1/2 tsk cuminfræ
1/2 tsk garam masala
2 msk Madras karríduft
1 stór laukur, frekar smátt saxaður
3 stór hvítlauksrif, smátt söxuð
3 cm ferskt engifer, smátt saxað
6 tómatar (450 g), gróft saxaðir
400 ml vatn
2 msk fiskikraftur (eða 2 teningar)
1 lime, safinn
2 msk mango chutney
1 tsk maldon salt
400 ml kókosmjólk
1 rauður chli, skorinn í sneiðar
1 kg þorskur, skorinn í bita

Hitið olíu í potti með þykkum botni. Setjið fennelfræ, cuminfræ, sinnepsfræ, kóreanderfræ, garam masala og Madras karrý út í olíuna. Steikið kryddin í olíunni þar til fræin fara að poppa en passið bara að brenna kryddið ekki.

Setjið lauk, hvítlauk og engifer út í pottinn og steikið þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið þá tómötum, vatni, fiskikrafti, limesafa, mango chutney og salti saman við og leyfið suðunni að koma upp. Látið malla í u.þ.b. 10 mínútur. Bætið kókosmjólkinni út í ásamt chili og hitið aftur að suðu. Lækkið svo hitann og bætið fiskinum út í súpuna. Fiskurinn eldast á örfáum mínútum en nákvæmur tími fer eftir stærð bitanna. Borðið strax.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Indversk fiskiskúpa”

 1. Nanna Says:

  Þessi súpa er ekkert smá girnileg, m.a.s. súpufælna-ég er farin að plotta hvenær ég get eldað hana með þorskinum sem ég veiddi í sumar og hefur fengið að dúsa í frystinum alltof lengi.

  Ég verð samt að taka undir með þér að þetta skammdegi er ekki blogg-hvetjandi. En ég gleðst alltaf mjög þegar ég sé nýja færslu frá þér :)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Þorskinum sem þú veiddir? Nú er ég impressed! Já en ég þakka hlý orð og vona að við getum báðar hrist af okkur þennan skammdegisbloggleiða :)

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: