Bjórnámskeið Bjórviss

21/11/2013

Daglegt líf, Drykkir, Matur

IMG_8475Mig langar til að segja ykkur frá mjög skemmtilegu námskeiði sem ég fór á í síðustu viku á Kalda bar en það gekk út á það að læra að para saman bjór og mat. Byrjað var á að fara yfir sögu bjórsins bæði erlendis og hér heima á meðan nemendur svöluðu mesta þorstanum með einum góðum Bríó. Það erhann Sindri sem heldur úti matarblogginu Matviss sem sér um námskeiðið og að sjálfsögðu sá hann sjálfur um að útbúa matinn sem við smökkuðum með bjórnum. Við prófuðum alls sex bjóra og pöruðum þá með melónum, sítrusrækjum, kryddpylsum og eplaböku. Það var virkilega gaman að pæla í því hvaða bjórar pössuðu með hverju og skemmtilegast af öllu þótti mér að uppgötva það að bjór getur verið virkilega góður með eftirréttum! Það hefði mér nú aldrei dottið í hug :)

Námskeið Bjórviss fara fram á þriðjudagskvöldum á Kalda bar og er búið að skipuleggja námskeið með mismunandi áherslum öll þriðjudagskvöld fram að jólum. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Bjórviss.

Meðfylgjandi myndir fékk ég frá Sindra.

IMG_8453

IMG_8460

IMG_8452

IMG_8458

IMG_8469

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: