Haust á Restaurant Day

18/11/2013

Daglegt líf, Matur

A18

Við lifðum þetta af! Veitingastaðurinn Haust opnaði í Bogahlíðinni á laugardagskvöldið og þar var tekið á móti 20 manns í fjögurra rétta máltíð sem var innblásin af haustinu. Ég neita því ekki að þetta var mikil vinna en að sama skapi var þetta svo svakalega skemmtilegt að við Fjóla brostum út að eyrum allan tímann (og gerum satt að segja enn). Við vorum í raun alveg orðlausar yfir því hvað þetta gekk vel en það var umfram allt góðum undirbúningi, skipulagi og samvinnu að þakka.

Þetta var alveg æðislega skemmtilegt og við gátum ekki betur séð en að gestirnir skemmtu sér virkilega vel. Sem betur fer fengum við aðstoð en elsku mennirnir okkar sáu um uppvaskið og þeir báru líka á borð ásamt dóttur Fjólu og vinkonu hennar. Þær stóðu sig alveg rosalega vel og voru mjög fagmannlegar í einkennisbúningum sem þær völdu sjálfar :)

Næsti Restaurant Day verður haldinn 16. febrúar 2014 og ef ykkur finnst þetta spennandi þá mæli ég svo innilega með því að þið látið vaða og verið með. Þetta þarf ekki að vera flókið því það eina sem þarf er að skipuleggja sig vel og láta svo verða af því!

Ég læt fylgja með nokkrar myndir af undirbúningnum og á morgun koma svo myndar af sjálfu kvöldinu.

A1

A2

A3

A4

A5

A6

A7

A8

A9

A10

A11

A12

A13

A14

A15

A16

A17

A19

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

5 Comments on “Haust á Restaurant Day”

 1. helenagunnarsd Says:

  Mér finnst þetta svo sniðugt og skemmtilegt og bara allt að ég á ekki til orð. Ekkert smá fínt hjá ykkur borðið og matarundirbúningsmyndir lofa sérlega góðu. Ég hef aldrei heyrt um þennan Restaurant day og er eiginlega bara eitt spurningamerki og langar svo að vita meira um þetta að ég er alveg æst! :) Hlakka til að lesa meira.

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Haha já veistu þetta eru algjörlega sömu viðbrögðin og hjá mér þegar ég heyrði um þetta fyrst! Þetta snýst bara um það að búa til sinn eigin veitingastað á hvaða hátt sem manni sýnist og það er algjörlega allt leyfilegt í þeim efnum. Þetta hófst í Finnlandi og hugmyndin er sú að það myndist svona karnival stemning þar sem það er fólk að selja mat út um allt og þannig er það víst í Helsinki :) Það vita fáir af þessu á Íslandi ennþá en vonandi breytist það um leið og fleiri fara að vera með!

   Reply

 2. katrín Says:

  flottar myndir..!

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: