Restaurant Day

15/11/2013

Daglegt líf, Matur

CaptureÞað hefur lítið heyrst í mér undanfarið en það er þó alls ekki vegna þess að ég hafi ekki verið að hugsa um mat heldur einmitt af því ég hef verið að hugsa svo svakalega mikið um mat!

Á morgun er nefnilega Restaurant Day sem haldinn er hátíðlegur víða um heim. Þessi dagur gengur út á það að venjulegt fólk eins og ég og þið opnar sinn eigin pop-up veitingastað í einn dag. Þetta gerist allstaðar á sama degi og er það hverjum og einum algjörlega í sjálfsvald sett hvernig staðið er að þessu. Það er hægt að opna límonaðibar í almenningsgarði, taka borðapantanir á heimili sínu og allt þar á milli! Það eru engar reglur heldur snýst þetta bara um að hafa gaman og njóta matar á hvern þann hátt sem manni sýnist.

Ég og Fjóla vinkona mín ákváðum að vera með í þetta sinn og ætlum að opna veitingastaðinn Haust á morgun. Við fórum þá leið að vera með máltíð með haustlegu þema og bókuðum í öll sæti fyrirfram. Okkur til mikillar ánægju seldist upp á örskotsstundu og við erum því að fara að bera fram margrétta máltíð fyrir stóran hóp af fólki annað kvöld. Ég sé fram á að standa í eldhúsinu frá því eldsnemma um morguninn þar til langt fram á kvöld og get satt að segja ekki beðið. Þetta er alveg ótrúlega spennandi!

Þó það sé uppselt hjá okkur þá er margt annað í boði og mig langar til að hvetja ykkur til að kynna ykkur staðina sem opna á morgun. Það gæti ekki verið einfaldara því þið farið bara inn á Restaurant Day síðuna og leitið að stöðum á Íslandi. Svo einfalt og svo gaman!

 

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: