Eplabaka með marsípani

05/11/2013

Kökur

D8

Nú er illt í efni því ég er sko varla búin að stíga fæti inni í eldhúsið síðan ég lét síðast heyra frá mér.  Gunnar er búin að vera að vinna um helgar og kvöld upp á síðkastið og ég bara nenni alls ekkert að elda ofan í mig eina. Mér finnst líka ágætt að nota tækifærið þegar hann er ekki heima til að kaupa eitthvað sem ég veit að hann er ekki spenntur fyrir. Í kvöld kom ég t.d. við á Gló eftir æfingu og keypti þar alveg hreint unaðslega hráa basilböku sem ég tók með mér heim og ranghvolfði alveg augunum af ánægju yfir. Ég verð nú samt eiginlega að fara að útbúa mér einhvern mat sjálf ef þetta heldur mikið lengur svona áfram, þó ekki nema til þess að geta deilt einhverju spennandi með ykkur!

Þó ég hafi ekki verið dugleg í eldamennskunni þá vill nú svo skemmtilega til að ég á í handraðanum  eplaböku sem ég átti alltaf eftir að skrifa um. Uppskriftin kemur frá David Lebovitz og ég lofa því að þetta er bæði alveg rosalega einföld baka og alveg brjálæðislega góð. Fullkominn bökubotninn og marsípanið gera þetta að svo miklu meira en venjulegri eplaböku. Namm!

D1

D2

d3

D4

D5

D6

D7

Eplabaka með marsípani

Í bökudeigið:

1 1/2 bolli hveiti
1 msk sykur
1/2 tsk salt
115 g smjör, skorið í 1 cm teninga og kælt
6 msk klakavatn

Í marsípanmaukið:

115g marsípan
1 1/2 tsk sykur
1 1/2 tsk hveiti
1/8 tsk möndluextrakt
90g smjör, við stofuhita
1 stórt egg

Til að setja saman:

5 meðalstór epli, afhýdd, kjarninn tekinn úr og sneidd í 1 cm þykka báta
30 g smjör, bráðið
4 msk sykur (helst hrásykur)

Hitið ofninn í 190°C.

Byrjið á því að búa til bökudeigið. Blandið hveiti, sykri og salti saman í skál. Bætið smjörteningunum saman við og blandið saman við þar til smjörið er orðið eins og maískorn að stærð. Athugið að það er mjög mikilvægt að smjörið sé kalt. Bætið við klakavatni (án klakanna!) og blandið saman þar til deigið er rétt svo farið að koma saman.  Mótið deigið í nokkuð flatan hring, setjið plastfilmu utan um það og kælið í ísskáp í að minnsta kosti í 30 mínútur.

Setjið marsípan, sykur, hveiti og möndluextrakt í matvinnsluvél eða hrærivél. Blandið saman þar til allt er orðið u.þ.b. jafn fínt mulið. Bætið smjörinu saman við og látið tækið ganga þar til allt er vel blandað saman við. Bætið að lokum egginu út í og blandið vel saman við.

Setjið hveiti á vinnuborðið. Takið deigið úr ísskápnum og rúllið því út þar til það er u.þ.b. 35 cm í þvermál. Reynið að vinna hratt til að deigið haldist vel kalt.  Það ættu að vera litlir smjörkögglar í deiginu og það er einmitt það sem við viljum því þeir gera bökubotninn léttan í sér og góðan.

Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og færið deigið varlega þangað yfir. Smyrjið marsípanmaukinu jafnt yfir deigið en skiljið eftir 5cm kant yst. Dreifið eplunum yfir marsípanmaukið og brettið svo upp á botninn þannig að hann komi upp á eplin. Smyrjið bráðnu smjöri yfir eplin og bökudeigið. Stráið sykrinum yfir allt saman. Bakið þar til eplin eru orðin mjúk og botninn er orðinn gylltur eða í u.þ.b. 1 klukkutíma.

Uppskriftin er úr bókinni Ready For Dessert eftir David Lebovitz

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Eplabaka með marsípani”

  1. ragnhildur Says:

    Hands down….besta eplapæ sem ég hef smakkað…takk!

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: