Baka með hvítlaukssveppum og skinku

E5

Þá er Airwaves vikan loksins runnin upp og ég verð að viðurkenna að ég er með pínu fiðring í maganum af tilhlökkun. Ég hef ekki verið dugleg að kynna mér þá tónlistarmenn sem ég kannaðist ekki við fyrir en það skiptir engu máli því það er alltaf svo gaman á hátíðinni og einmitt skemmtilegast að ramba inn á einhverja tónleika sem koma manni algjörlega á óvart. Ég held að must-see hjá mér séu bara Yo La Tengo og Savages en allt hitt má bara ráðast. Það er af sem áður var því hér áður fyrr þegar ég fór á tónlistarhátíðir þá var ég með svo langan lista af böndum sem ég VARÐ bara að sjá að ég var farin að fylgja stífu plani í staðinn fyrir að njóta stundarinnar og leyfa hlutunum að ráðast. Svona er ég orðin zen með aldrinum ;)

Vikan er annars ansi þéttskipuð hjá mér og raunar svo allt of mikið að ég fékk vægan kvíðasting við að horfa á dagatalið mitt í morgun.  Ég hef einstakan hæfileika til að fylla líf mitt af skemmtilegum viðburðum sem verða stundum aðeins of mikið af hinu góða. Þetta kvöld átti að vera afslöppunarkvöldið mitt en svo fór ég í matarbúðina eftir vinnu, beint þaðan á æfingu og beint af æfingu í það að þrífa alla íbúðina.  Er þetta í lagi? Kannski hef ég bara ekkert lært með árunum eftir allt saman. Ég lofa samt að ég set tærnar upp í loft um leið og ég er búin að skrifa þessa færslu…

Ég er gríðarlega hrifin af því að búa til einfaldar bökur úr smjördeigi og þessi er ein sú best heppnaðasta hingað til. Ég er alveg handviss um að það væri alveg sjúklega gott að nota sama álegg á pizzu en þar sem þessu var hent saman í flýti þá kom sér vel að eiga tilbúið smjördeig í ísskápnum.

E1

E2

E3

E4

Baka með hvítlaukssveppum og skinku
Fyrir 3-4

3 msk smjör
200 g sveppir, skornir í sneiðar (ég notaði portobello)
1 hvítlauksrif, smátt saxað
1 lengja smjördeig
5 msk pestó með tómat og ricotta
90 g lúxusskinka (3 stórar sneiðar)
75 g camembert, rifinn í bita (1/2 stk)
Svartur pipar

Hitið ofninn í 200°C.

Hitið pönnu vel, setjið smjörið út á og leyfið því að bráðna. Setjið sveppina á pönnuna og steikið þar til þeir eru farnir að brúnast. Bætið þá hvítlauknum saman við og steikið allt saman þar til hvítlaukurinn er orðinn mjúkur. Setjið til hliðar.

Rúllið smjördeiginu út og setjið það á bökunarplötu. Smyrjið pestóinu jafnt yfir smjördeigið en skiljið u.þ.b. 1-2 cm kant eftir yst.  Leggið skinkusneiðarnar ofaná pestóið, þar næst camembert ostinn og að lokum hvítlaukssveppina. Myljið pipar yfir og bakið í ofni í 10-15 mínútur eða þar til smjördeigið er farið að lyfta sér og er orðið gyllt.

Advertisements
, , , , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: