Jógúrtkökur

23/10/2013

Kökur

C1Um helgina sagði ég Gunnari að mig langaði svo til að baka eitthvað og ég hafði varla sleppt orðinu þegar hann sagði upp úr þurru “Þú ættir að baka jógúrtkökur!”. “Ha?” hváði ég og vissi eiginlega ekki alveg hvað hann átti við. Jú hann var sko að meina svona gamaldags möffins með súkkulaðibitum eins og voru standardinn áður en möffins urðu að risavöxnum amerískum flykkjum og litlu möffins formin urðu að bollakökuformum. Svona eins og mamma hans gerði þegar hann var lítill.

Ég gúglaði jógúrtkökur og fann nokkrar uppskriftir sem hljómuðu líklega en hugsaði með mér að ef ég ætlaði virkilega að gleðja eiginmanninn og baka jógúrtkökur æsku hans þá væri líklega vænlegast til árangurs að leita á náðir tengdamóður minnar og fá hina einu sönn uppskrift. Ég veit ekki hvaðan uppskriftin kemur upphaflega en mér skilst að flestir kannist við einhverja útgáfu af henni. Ég verð að viðurkenna að mér finnst rosalega mikill sykur í kökunum en ég leiddi það hjá mér í nafni nostalgíu og notaði meira að segja venjulegt suðusúkkulaði í stað 70% sem ég nota annars alltaf. Niðurstaðan voru virkilega mjúkar og bragðgóðar kökur sem runnu ljúflega ofan í Gunnar og voru umfram allt nákvæmlega eins og hann bjóst við. Stundum er það allt sem skiptir máli. Já og svo sendi ég hann með allar kökurnar í vinnuna svo ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af öllum þessum sykri :)

C2

C3

Jógúrtkökur
24 kökur

2 1/2 bolli hveiti
2 1/2 bolli sykur
220 g lint smjör
3 stór egg
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 tsk vanilludropar
100 g saxað súkkulaði
1 dós kaffijógúrt

Hitið ofninn í 190°C.

Setjið allt saman í skál og blandið saman. Ég notaði hrærivélina en það má allt eins gera þetta bara með sleif.

Setjið pappírsform í muffins bökunarform. Fyllið hvert form upp að þremur fjórðu með deigi. Bakið í u.þ.b. 20-25 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar gylltar og tannstöngull sem er stungið í þær kemur hreinn út.

Athugasemdir: Í upphaflegu uppskriftinni er talað um að baka kökurnar í 10-15 mínútur en þar sem svona jógúrtkökur eru í minningunni alltaf frekar lágar og flatar þá grunar mig að það hafi verið sett minna í formin en ég gerði. Ég vil hafa jógúrtkökurnar mínar bústnar og það kallar á lengri bökunartíma :)

Uppskriftin er lítillega aðlöguð útgáfa af klassískri uppskrift sem til er á hverju heimili en ég veit bara ekki hvaðan kemur!

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

4 Comments on “Jógúrtkökur”

 1. Þóra Says:

  Mér leist svo vel á þessar muffins hjá þér að ég bara varð að baka þær í gær!!
  Þær eru alveg rosalega góðar, kaffijógúrtin gerir örugglega mikið gott. Ég setti tvær plötur (200g) af suðusúkkulaði :) Sammála þér með sykurmagnið það er ekkert verið að spara hann, en þá er bara um að gera að láta vinnufélagana hjálpa sér með þær.

  Ég er einmitt svo hrifin af svona gamaldags muffins og hef aldrei bakað þessar svokölluðu bollakökurm…og fordómarnir skína í gegn.

  Hingað til hef ég notað muffinsuppskriftina hennar mömmu og súkkulaðigrísinn ég er búin að margfalda súkkulaðimagnið og set stundum með börk og safa úr einni appelsínu sem mér finnst voða gott. Í mömmu uppskrift en ekki jógúrt og því var ég spennt að prófa þessa uppskrift.

  Takk fyrir uppskriftina!

  Kveðja,
  Þóra hin ókunnuga

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Frábært, mikið er ég glöð að þær heppnuðust vel hjá þér. Já ég held að kaffijógúrtin sé dálítið leynivopnið í uppskriftinni, hún gerir þær svo mjúkar. Mér líst annars alveg svakalega vel á það hjá þér að hafa tvöfaldað súkkulaðið. Af hverju datt mér það ekki í hug?! :)

   Reply

 2. Fríða Rut Hallgrímsdóttir Says:

  Þessi hljómar mjög vel! Smá spurning, ég verð alltaf smá ringluð þegar bollar eru notaðir, hvað eru þínir bollar margir dl? :)

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: