Flatbaka með greipaldini, fetaosti og basil

B3

Gunnar fór í bíó með vinum sínum í kvöld svo ég er ein heima að hafa það náðugt. Ég var að spá í að nýta tækifærið og fara eitthvað út sjálf en svo bara nennti ég því ekki enda þykir mér ósköp notalegt að vera ein heima öðru hvoru. Ég fór á boxæfingu, borðaði takeaway sushi og sit núna á náttfötunum uppi í sófa að horfa með öðru auganu á Andy Bates elda á meðan ég skrifa þessa færslu. Ég hugsa mér svo gott til glóðarinnar að eiga nýjasta Bon Appétit blaðið ólesið á iPadinum :)

Þó ég sitji ein heima á náttfötunum akkúrat núna þá var ég dugleg að hitta fólk í síðustu viku og fór meðal annars út að borða með “litlu” frænku minni á þriðjudagskvöldið. Ásthildur er 16 ára bróðurdóttir mín og þó hún verði alltaf litla frænka mín þá er hún nú samt ekkert sérlega lítil lengur enda byrjuð í menntaskóla. Ég gæti talað lengi um það hversu stutt mér finnst síðan ég var að passa hana nýfædda en þar sem það gerir ekkert nema að undirstrika hversu gömul ég er orðin þá held ég að ég sleppi því tali alveg! :) Við fórum sem sagt tvær saman á Slippbarinn, fengum okkur að borða og nutum þess að spjalla í rólegheitum á meðan hálf þjóðin horfði á einhvern voðalega merkilegan fótboltaleik. Ég fékk mér fisk dagsins sem var prýðilegur en það var rétturinn sem Ásthildur valdi sér sem hefur setið í mér en það var mjög forvitnileg flatbaka með perum, chili, geitaosti, greipaldini og pestói.

Ég hugsaði svo sem ekki mikið út í það þá en þegar ég opnaði ísskápinn heima í leit að einhverjum léttum hádegismat handa okkur hjónunum og sá þar opinn pakka af tortilla kökum, greipaldin, fetaost, hálft avocado, afgang af fersku basil og afgang af salati þá mundi ég eftir flatbökunni góðu og hugsaði að ég gæti nú gert eitthvað svipað.  Útkoman var virkilega léttur og ferskur réttur sem ég mun alveg pottþétt gera aftur. Takk Slippbar fyrir innblásturinn!

B1

B2

B4

Flatbaka með greipaldini, fetaosti og basil
Fyrir 2-3

1 blóðgreip
Jómfrúrolía
Salt og pipar
1 handfylli ferskt basil (u.þ.b. 25 g)
2 vænar handfyllir salatlauf
1/4 rauðlukur, þunnt sneiddur
1/2 avocado, þunnt sneitt
1/2 rautt chili, þunnt sneitt
3 litlar (eða 2 stórar) tortillakökur
50 g fetaostur

Hitið grillpönnu (eða venjulega pönnu) vel án þess að setja á hana olíu. Framkvæmið næstu skref á meðan pannan er að hitna.

Byrjið á því að skera greipið niður í báta en þó með því að skilja hvítu himnuna eftir. Einfaldast er að skera ystu himnuna af, halda svo á greipinu í annari hendinni og nota lítinn hníf til að skera varlega hvern bát innan úr sinni himnu. Skerið bátana svo niður í 2-3 bita. Kreistið safann úr því sem eftir varð af greipinu við skurðinn í litla skál. Setjið u.þ.b. sama magn af jómfrúrolíu saman við, saltið og piprið vel og setjið til hliðar. Þetta verður dressingin á salatið.

Setjið greip, basillauf, salatlauf, rauðlauk, avocado og chili í stóra skál. Setjið salatdressingu út á þannig að hún rétt þeki salatið en það þarf líklega ekki að nota hana alla. Blandið vel saman.

Penslið tortillakökurnar báðum megin með jómfrúrolíu og látið þær á sjóðandi heita pönnuna. Grillið á báðum hliðum þar til kökurnar eru farnar að brúnast og eru orðnar dálítið stökkar. Þær þurfa að vera dálítið stífar til að standa undir salatinu. Dreifið salatinu á tortilla kökurnar,  myljið fetaostinn yfir og berið strax fram.

Advertisements
, , , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: