“Dutch baby” með möndlum og sítrónu

A3

Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu mikið er um að vera á haustin og þar af leiðandi hversu hratt tíminn líður. Síðustu vikur hafa verið uppfullar af allskonar skemmtilegu og það er útlit fyrir það breytist ekkert á næstunni. Um næstu helgi er ég að fara í sumarbústað með vinkonum mínum og þarnæstu helgi er elsku elsku Airwaves sem ég get satt að segja varla beðið eftir. Ekki ætla ég að kvarta yfir því hvað er mikið að gera í félagslífinu en það er staðreynd að öll þessi skemmtilegheit hafa orðið til þess að ég hef ekki verið mikið heima hjá mér upp á síðkastið. Það var því alveg dásamlegt að vakna klukkan átta í morgun og hafa nákvæmlega ekkert planað í allan dag.

Ég eyddi deginum að mestu í eldhúsinu og prófaði nokkra nýjar uppskriftir sem heppnuðust allar svo vel að ég get eiginlega ekki beðið eftir að deila þeim með ykkur. Ég ætla að byrja á því sem ég var fyrirfram spenntust fyrir og hef lengi ætlað að prófa en það er fyrirbæri sem er kallað “Dutch baby”.  Þetta er einskonar ofnbökuð pönnukaka sem púffast upp og verður stökk sumstaðar en lungamjúk annarstaðar og er alveg hættulega góð. Þetta er fullkominn réttur til að bjóða upp á í brunch því það er sáraeinfalt að útbúa hann en útkoman er svo mikilfengleg að fólk mun halda að þið séuð algjörir snillingar (sem þið eflaust eruð en það er nú allt annað mál). Ég hef séð nokkrar girnilegar uppskriftir að Dutch baby og má þar á meðal nefna einskonar piparkökuútgáfu frá Deb í Smitten Kitchen og Hawaii útgáfu frá Joy the Baker. Það var þó þessi möndlukaka sem ég rakst á á síðunni A Cozy Kitchen sem hafði vinninginn í þetta sinn og hún stóð sko undir væntingum.

A1

A4

A5

“Dutch baby” með möndlum og sítrónu

40 g smjör
2/3 bolli hveiti
3 msk sykur
1/2 sítróna, börkurinn fínt rifinn
1/8 tsk salt
2/3 bollar + 2 msk nýmjólk
3 stór egg
1 tsk vanilluextrakt
1/2 tsk möndluextrakt
1/4 bolli möndluflögur
1 msk flórsykur

Hitið ofninn í 190°C. Setjið smjörið í ofnfasta pönnu (ég notaði steypujárnspönnu) og stingið henni svo inn í ofn í nokkrar mínútur eða þar til smjörið er bráðið. Passið að hafa smjörið ekki of lengi inni því það gæti brunnið.

Búið deigið til á meðan smjörið er að bráðna. Pískið hveiti, sykri, sítrónuberki og salti saman í stórri skál.  Bætið mjólk, eggjum, vanilluextrakt og möndluextrakt saman við og blandið öllu vel saman.

Takið heita pönnuna úr ofninum og hellið deiginu út í smjörið án þess að hræra því saman við. Bakið í 18 mínútur , dreifið þá möndluflögunum yfir og bakið í 5-10 mínútur í viðbót eða þar til pönnukakan er orðin gyllt og púffuð. Takið pönnuna þá úr ofninum, sigtið flórsykur yfir kökuna og berið hana fram strax heita í pönnunni. Pönnukakan fellur fljótt svo það er best að hafa hraðar hendur og koma henni strax á borðið!

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on ““Dutch baby” með möndlum og sítrónu”

  1. Nanna Says:

    Dutch baby er búið að vera á to-do listanum í mínum í svona tvö ár! Og vá, hvað þessi er girnileg. Ég er búin að setja hana á matseðilinn fyrir næstu helgi :)

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: