Pasta rotolo með graskeri og spínati

09/10/2013

Aðalréttir

A3Jæja þá erum við komin aftur í íslenska haustið og þó það sé gott að koma heim þá er ég í pínu sjokki yfir því hvað það er farið að vera dimmt snemma. Það er nokkuð ljóst að veturinn er nærri og íslenska sumarbirtan er horfin sem frekar glatað!

Þó ég syrgi sumarið þá finnst mér líka dálítið gaman að geta breytt aðeins um takt í matreiðslunni um leið og kólnar í veðri. Það passar einhvernveginn ekki að borða heita ofnrétti og kröftugar súpur á sumrin en haustið er akkúrat tíminn fyrir slíkt. Ég fylgi Jamie Oliver á Instagram og þegar þessi óvenjulega pastauppskrift birtist þar í vikunni þá ákvað ég um leið að þetta yrði ég að prófa. Rétturinn er í raun mjög einfaldur og þarfnast ekki mikillar athygli en það tekur smá tíma að undirbúa hann. Ég held að hann sé fullkominn fyrir matarboð því það er hægt að gera allt fyrirfram og þetta er skemmtileg tilbreyting frá pastaréttunum sem flestir þekkja.

A1

A2

Pasta rotolo með graskeri og spínati
Fyrir 4-6

1 butternut grasker, u.þ.b. 1.2 kg
ólífuolía
1 rauðlaukur, smátt saxaður.
1 tsk rósmarín
450 g frosið spínat
1 múskathneta til að rífa (eða sambærilegt magn af múskatkryddi)
5 hvítlauksrif, smátt söxuð
700 ml tómatpassata
200 g ferskar lasagnaplötur, u.þ.b. 5 15×20 cm plötur
100 g fetaostur
20 g parmesanostur
Salt og pipar

Hitið ofninn í 180°C.

Skerið graskerið niður í átta bita án þess að taka hýðið af, setjið á bökunarplötu, setjið smá ólífuolíu yfir og bakið þar til það er orðið mjúkt en ekki farið að brúnast, u.þ.b. 30-40 mínútur.  Skafið graskerið upp úr hýðinu, setjið í skál og maukið saman með gaffli. Rífið múskat yfir og saltið og piprið vandlega. Þetta þarf að smakka til. Setjið til hliðar.

Hitið ólífuolíu á pönnu, bætið lauknum saman við ásamt rósmaríni, salti og pipar og eldið við miðlungshita í u.þ.b. 10 mínútur. Bætið spínati út í og eldið þar til vökvinn úr því hefur að mestu leyti gufað upp eða í u.þ.b. 15 mínútur. Rífið múskat yfir og saltið og piprið vandlega. Þetta þarf að smakka til. Setjið til hliðar.

Hitið olíu á pönnu og setjið hvítlaukinn saman við. Eldið þar til hann er aðeins farinn að gyllast og bætið þá tómatpassata saman við. Látið malla í þrjár mínútur, saltið og piprið eftir smekk og setjið svo til hliðar.

Leggið lasagnaplötur á hreint vinnuborð og penslið þær með vatni. Skiptið graskersmaukinu jafnt á plöturnar og smyrjið því út til enda á hverri plötu. Skiptið því næst spínatblöndunni jafnt á plöturnar og dreifið þeim vel. Myljið fetaostinn að lokum yfir spínatið. Rúllið lasagnaplötunum upp og skerið svo hverja rúllu í u.þ.b. 3-4 bita (fer eftir breidd þeirra).

Setjið tómatsósuna í eldfast ílát og komið svo rúllunum fyrir í sósunni þannig að skorna hliðin snúi upp og standi upp úr sósunni. Rífið parmesan ost yfir allt saman og bakið svo í 35-40 mínútur.

Uppskriftin er aðlöguð frá Squash & Spinach Pasta Rotolo frá Jamie Oliver.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: