Sviss og Norður-Ítalía

23/09/2013

Ferðalög

Það hefur nú heldur betur ýmislegt gerst síðan ég lét heyra frá mér síðast, Gunnar kom út til Brussel með bilað GPS tæki í farteskinu og við keyrðum samdægurs til Basel í Sviss með belgískt prepaid símakort, Google maps og bjartsýnina eina að vopni. Einhvernveginn rötuðum við alla leið og gátum eytt næsta degi í það að rölta um kræklóttar götur gamla bæjarins í Basel. Þetta er virkilega fallegur bær og alveg hægt að mæla með því að kíkja þar við.

Næst á dagskrá var að keyra til Zurich að heimsækja góða vini sem þar búa. Ég átti afmæli daginn sem við vorum þar og naut dagsins alveg í botn. Við gengum Zurich þvera og endilanga, fórum upp á fjall og sáum vítt og breitt, fengum prívat túr um Google og borðuðum að sjálfsögðu góðan mat.

Eftir Zurich var kominn tími til að keyra yfir til Ítalíu og settum við stefnuna á Lezzeno við Como vatn. Við tókum okkur góðan tíma í að keyra þangað enda er þetta án efa fallegasta akstursleið sem við bæði höfum farið. Ég mæli alveg svakalega mikið með því að keyra þessa leið því náttúrufegurðin er alveg óviðjafnanleg. Sumir (Gunnar) voru dálítið stressaðir þegar undirrituð keyrði eftir kræklóttum einbreiðum vegum Como svæðisins en þetta gekk allt vel og ég hef fyrir vikið fengið viðurnefnið herforinginn!

Frá unaðinum í Lezzeno var í dag tekin stutt keyrsla til Brescia sem var satt að segja hálfgert pit stop. Við skoðuðum kastala, gengum um gamla bæinn og drukkum rauðvín í góðu veðri en það er svo sem óþarfi að mæla sérstaklega með þessari borg. Á morgun er það svo Lucca í Toscana en þaðan er allt óráðið eins og við viljum hafa það :)

Basel

20130923-221818.jpg

20130923-221906.jpg

20130923-221957.jpg

20130923-222026.jpg

Zurich

20130923-222131.jpg

20130923-222322.jpg

20130923-222348.jpg

20130923-222417.jpg

20130923-222446.jpg

20130923-222527.jpg

Lezzeno

20130923-222635.jpg

20130923-222816.jpg

20130923-222923.jpg

20130923-223117.jpg

20130923-223157.jpg

20130923-223314.jpg

Brescia

20130923-223414.jpg

20130923-223503.jpg

20130923-223615.jpg

20130923-223820.jpg

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: