Verslað á markaðinum

15/09/2013

Daglegt líf, Ferðalög

20130915-183522.jpg

Þau ykkar sem fylgist með mér à Instagram hafið kannski tekið eftir því að ég er stödd í Brussel og ég get sko lofað því að það væsir ekki um mig hér. Martha æskuvinkona mín býr hér ásamt fjölskyldunni sinni og ég ákvað að taka forskot á sumarfríið með því að slást í för með vinkonu okkar sem var á leiðinni í heimsókn til hennar. Þau hjónin eru höfðinglegir gestgjafar og hafa borið í okkur dýrindis mat og drykk og sýnt okkur bæði Brussel og Antwerpen. Við skulum orða það þannig að það er ekki alvanalegt að drekka kampavín á hverjum degi en hér hefur það þó verið raunin.

Í morgun röltum við á næsta matarmarkað og mig langaði að sýna ykkur nokkrar myndir svona til gamans. Mér finnst svona markaðir æðislegir og verð alltaf dálítið afbrýðissöm út í þá sem hafa aðgang að svona frábæru hráefni. Þarna var m.a. hægt að kaupa æðislega ávexti og grænmeti, brauð og allskyns bakkelsi, pylsur, skinkur, osta, blóm og risastórar svartar trufflur. Auðvitað er þetta ekkert endilega ódýrt en úrvalið og gæðin eru slík að mig dreymir um að hafa aðgang að þessu öllu reglulega. Að sjálfsögðu komum við klyfjaðar heim og það var bara ekkert leiðinlegt að setjast niður og njóta afrakstursins þegar heim var komið.

20130915-183556.jpg

20130915-183613.jpg

20130915-183628.jpg

20130915-183642.jpg

20130915-183658.jpg

20130915-183715.jpg

20130915-183730.jpg

20130915-183748.jpg

20130915-183805.jpg

20130915-183823.jpg

20130915-183911.jpg

Advertisements
,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

5 Comments on “Verslað á markaðinum”

 1. Ásdís Says:

  Nei, nú ferðu með mig Kristín Gróa! Fíkjur, ostar og kampavín og ekta matarmarkaður í góðu veðri….

  Reply

 2. Martha Says:

  Nú þá ferðu bara ekkert til baka ;-)

  Reply

 3. kristjanagudjonsdottir Says:

  Ó mon díju. Allt í einu varð ég svöng. Mjög svöng! Þvílík dásemd og unaður!

  Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: