Súkkulaðibollakökur með kókosívafi

09/09/2013

Kökur

A5

Þá er ég loksins komin í “sumar”frí og ákvað að taka fyrsta eiginlega frídaginn með trompi með því að gera alveg rosalega margt og mikið. Já ég veit, ég er ekki alveg komin upp á lagið með þetta ennþá. Ég byrjaði daginn á kaffihúsi þar sem ég las blöð og drakk gott kaffi en fór svo að útrétta út um allan bæ. Ég náði í pakka á pósthúsið, fór í matarbúðina, gerði áranguslausa leit að kertum í The Pier (af hverju eru öll falleg kerti ilmkerti þegar mér er meinilla við ilmkerti?), keypti málningu í Byko, féll fyrir agalega fallegum stofupúða í Indiska sem ég varð bara að taka með heim og lét mig dreyma um allskonar fallega skó sem ég sá í Kringlunni (án þess þó að taka þá með mér heim). Eftir að hafa nærst á ljúffengu Tokyo sushi þá fannst mér ég endilega þurfa að baka eitthvað til að taka með mér á spilakvöld í kvöld.

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki bakað mikið af bollakökum í gegnum tíðina og ég ætlaði mér alls ekkert að baka bollakökur í dag heldur. Ég beit það hinsvegar í mig að vilja nota kókosmjólk í baksturinn og eftir að hafa fínkembt allt internetið í leit að góðri kókosmjólkurköku þá gafst ég upp og ákvað einfaldlega að baka súkkulaðibollakökur með kókos ívafi. Kökuuppskriftin er breytt súkkulaðikökuuppskrift sem ég fann hjá Hershey’s og smjörkremið er mjög hefðbundið hvítt smjörkrem sem ég aðlagaði lítillega úr Joy The Baker Cookbook. Niðurstaðan? Lungamjúkar og léttar bollakökur með miklu súkkulaðibragði. Það er ekki greinanlegt kókosbragð af kökunum en þær er einstaklega mjúkar í sér og góðar (og svo má auðvitað skipta smjörinu út fyrir olíu til að gera kökurnar vegan).

A2

A4

A6Súkkulaðibollakökur með kókosívafi
24 kökur

Í kökurnar:

2 bollar kókossykur (eða venjulegur sykur)
1 3/4 bollar hveiti
3/4 bolli kakó
1 1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 tsk instant kaffiduft
2 egg
2 bollar kókosmjólk
100 g bráðið smjör
2 tsk vanilluextrakt

Í smjörkremið:

225 g smjör, nokkuð mjúkt
4 bollar flórsykur
2 msk kókosmjólk
1 msk vanilluextrakt
Klípa af salti

Til að gera kökurnar:

Hitið ofninn í 175°C.

Hrærið sykri, hveiti, kakói, matarsóda, salti og instant kaffidufti saman í hrærivélarskál. Bætið eggjum, kókosmjólk, bráðnu smjöri og vanillu saman við og blandið saman í hrærivélinni á miðlungshraða í 2 mínútur.

Smyrjið bollakökuform vandlega (eða sprautið með PAM) eða setjið pappírsform í hvert hólf. Setjið deig í u.þ.c. 2/3 upp að brúninni á hverju hólfi. Bakið í 22-25 mínútur og látið kökurnar svo kólna algjörlega áður en kremið er sett á þær.

Til að gera kremið:

Þeytið smjörið í hrærivél þar til það er orðið ljóst og létt. Skrapið niður með hliðunum og bætið 3 bollum af flórsykri saman við. Látið ganga mjög hægt en aukið hraðann þegar flórsykurinn er farinn að blandast við smjörið. Bætið kókosmjólk og vanillu saman við og þeytið við háan hita í 1 mínútu.

Stöðvið hrærivélina, skrapið niður með hliðunum og bætið við 1 bolla í viðbót af flórsykri. Þeytið vandlega saman við þar til kremið er orðið ljóst og létt.

Sprautið eða smyrjið kreminu á kaldar bollakökurnar og skreytið jafnvel með ristuðum kókosflögum ef þær eru til.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: