Hrísgrjónanúðlur með rækjum og cashew hnetum

03/09/2013

Aðalréttir

A2

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig mér tekst ítrekað að slasa mig meira þegar ég boxa við sjálfa mig heldur en þegar ég fer á boxæfingu og boxa virkilega við einhvern? Ég tók smá snúning á boxpúðanum áðan og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að reka höfuðið upp undir stálbita þegar ég var að beygja mig eftir sippubandinu. Nú er að myndast ansi góð kúla á hausnum á mér enda er nokkuð ljóst að stálið hefur alltaf vinninginn í svona viðureignum. Ég hef reyndar talsverða reynslu af því að skalla stál og mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég dúndraði höfðinu upp undir kjúklingaflokkara í Tyrklandi um árið. Þá sortnaði mér bókstaflega fyrir augum og var helaum í höfðinu í viku á eftir. Alltaf jafn þokkafull í hreyfingum.

Réttur dagsins er einhverskonar afbökun af pad thai og er innblásinn af uppskrift frá Donnu Hay. Okkur er búið að langa í eitthvað asískt og ferskt og þessar núðlur voru akkúrat það sem þurfti. Þetta er gríðarlega einfaldur réttur en það er mjög mikilvægt að hafa hvern hluta hans tilbúinn því rétturinn kemur saman á örskotsstundu í lokin.

A3

A1

A4

Hrísgrjónanúðlur með rækjum og cashew hnetum
Fyrir 2

180 g hrísgrjónanúðlur
1,5 msk olía
1/3 bolli cashew hnetur
2 egg
2 lime, safinn + 1 til að bera fram með réttinum
1/4 bolli fiskisósa
1 msk púðursykur
1-2 rauðir chili (fer eftir smekk), skornir í sneiðar
300 g rækjur (ég notaði hráar tígrisrækjur)
5 vorlaukar, skornir í sneiðar
100 g baunaspírur
Handfylli ferskur kóreander, saxaður

Setjið núðlur í skál og hellið sjóðandi vatni yfir þær. Látið standa þar til núðlurnar eru orðnar mjúkar, látið renna af þeim og blandið 1/2 msk af olíu saman við til að núðlurnar festist ekki saman.

HItið pönnu og ristið cashew hneturnar lítillega til að draga fram bragðið af þeim. Setjið til hliðar.

Hitið 1/2  msk af olíu á pönnu. Þeytið eggin lauslega saman með gaffli, hellið á heita pönnuna og hrærið í þeim þar til þau eru elduð. Þetta tekur bara nokkrar sekúndur. Takið eggin af pönnunni og setjið til hliðar.

Hrærið limesafa, fiskisósu og púðursykri vel saman og setjið til hliðar.

Hitið 1/2 msk af olíu á pönnu og leyfið pönnunni að hitna virkilega vel. Setjið chili og rækjur á pönnuna og steikið þar til rækjurnar eru rétt svo eldaðar í gegn. Nú er að hafa hraðar hendur!  Bætið núðlum, vorlauki, limesafa, fiskisósu, púðursykri, baunaspírum og eggjum út á pönnuna og blandið öllu vel saman.

Setjið núðlurnar í skál, dreifið cashew hnetum og ferskum kóreander yfir og berið fram með limesneið.

Advertisements
, , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Hrísgrjónanúðlur með rækjum og cashew hnetum”

 1. Ásdís Says:

  Ó mæ! Ég er í hláturskasti yfir fyrstu málsgrein. Vona samt að þú sért ekki illa slösuð. Og hvað er eiginlega kjúklingaflokkari og voru kjúklingar í honum þegar þú rakst höfuðið í? :)

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Nei ég er nú ekki alvarlega slösuð en er enn aum í höfðinu! Þessi tiltekni kjúklingaflokkari var að stærðarflokka kjúklingavængi í skammta og já hann var sko í fullum gangi þegar ég rak höfuðið í. Tækið er hins vegar úr stáli og boltað við gólfið svo það haggaðist ekki þó ég dytti næstum í jörðina ;)

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: