Blundur

02/09/2013

Drykkir

C1

Gunnar ákvað að vinna fram eftir í kvöld svo ég er ein heima  að njóta þess að eyða tíma með sjálfri mér. Ég fór á boxæfingu, átti stutt Subway deit með Gunnari og ætla að eyða því sem eftir er af kvöldinu í það að horfa á Food Network með öðru auganu og lesa með hinu. Stundum er pínu gaman að vera ein heima og matarnördast. Það eina sem vantar er gott rauðvínsglas en ætli ég láti það ekki vera í þetta sinn.

Ég var búin að lofa ykkur uppskriftinni að kokkteilnum sem við buðum upp á í fordrykk í matarklúbbnum um daginn svo það er vissara að standa við stóru orðin. Það þarf aðeins að undirbúa þennan drykk en hann er þó mjög einfaldur og virkilega frískandi og auðdrekkanlegur. Kannski aðeins of auðdrekkanlegur en þaaað er nú annað mál!

C2
C3

Blundur
Handa 1

6 cl engifer- og sítrónugrassýróp (sjá uppskrift að neðan)
3 cl lime vodka (eða venjulegt vodka)
6 cl nýkreistur greipsafi
Sódavatn til að fylla upp
Sítrónugras til að skreyta

Hrærið sýrópi, vodka og greipsafa saman í glasi, fyllið upp með sódavatni og skreytið með sítrónugrasi.

Engifer- og sítrónugrassýróp

2 sítrónugrasstilkar
40 g engifer
1 bolli sykur
1 bolli vatn

Snyrtið sítrónugrasið og skrælið engiferið. Saxið niður í bita og setjið í lítinn pott ásamt sykri og vatni. Hrærið í pottinum og leyfið suðunni að koma upp en lækkið svo og látið malla í 1 mínútu. Takið pottinn af hitanum og leyfið sýrópinu að standa í 30 mínútur. Sigtið engiferinn og sítrónugrasið frá sýrópinu og geymið það svo í kæli þar til á að nota það.

Athugið að sýrópið dugar í 6 drykki og í þann skammt ætti að passa að nota 2 safarík greip.

Advertisements
, , , ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: