Kryddbrauð með appelsínu og engifer

01/09/2013

Brauð

D6

Þá er enn ein helgin liðin og í þetta sinn er það síðasta helgi fyrir langþráð sumarfrí sem hefst eftir þessa vinnuviku. Ég get ekki lýst því hversu mikið ég hlakka til að komast í frí enda er ég búin að vinna í allt sumar fyrir utan einn og einn stakan dag sem ég tók á góðviðrisdögum. Þó það hafi verið erfitt að horfa á eftir öllum í frí þá held ég að það hafi svei mér þá verið þess virði enda er frekar dásamleg tilhugsun að eiga allt sumarfríið eftir!

Þessi helgi átti nú að vera viðburðalítil og byrjaði þannig því föstudagskvöldið fór bara í að fela sig fyrir vonda veðrinu og horfa á bíómynd (End of Watch sem ég mæli óhikað með). Í gær fórum við upp á Akranes og komum svo aftur í bæinn til að sjá Of Monsters And Men á Vífilsstaðatúni. Það endaði nú í meiri gleði en ég bjóst við  svo við vorum ekki komin heim til okkar fyrr en seint og síðar meir en það er nú bara gaman að því öðru hvoru.

Ef við hefðum ekki verið með fullpakkaða dagskrá í dag þá hefði verið upplagt að vera heima í rigningunni, lesa góða bók og baka svona kryddbrauð með kaffinu. Ég bakaði þetta brauð um síðustu helgi til að taka með í sumarbústað og það heppnaðist alveg ofboðslega vel. Það er eflaust best nýbakað en það geymdist mjög vel og var rosalega gott með smjöri og góðu kaffi.

D1

D2

D3

D5

D4

Kryddbrauð með appelsínu og engifer
Passar í 1 ílangt form

2 bollar hveiti
1/2 bolli sykur
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 tsk kanill
1/4 tsk negull
1/4 tsk múskat
Börkur af 2 appelsínum, fínt rifinn
1/4 bolli sykraður engifer
1 bolli súrmjólk
1 stórt egg
1/4 bolli bráðið smjör (eða ólífuolía eða grænmetisolía)

Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið venjulegt jólakökuform eða sprautið með PAM.

Þeytið saman hveiti, sykur, lyftiduft, matarsóda, salt, kanil, negul og múskat í miðlungsstórri skál. Rífið appelsínubörkinn saman við. Saxið engiferinn frekar smátt, setjið saman við og blandið öllu saman.

Hrærið súrmjólk, eggi og bráðnu smjöri saman í lítilli skál og hellið svo yfir þurrefnin. Hrærið öllu saman þar til blandan er orðin nokkuð jöfn en blandið þó alls ekki of mikið.

Hellið deiginu í bökunarformið og jafnið það vel út í öll horn. Bakið í 45 – 50 mínútur eða þar til brauðið er farið að gyllast og tannstöngull sem er stungið í það kemur hreinn út. Leyfið brauðinu að kólna aðeins áður en því er hvolft úr forminu.

Athugasemdir: Ég veit ekki hvar sykraður engifer fæst á Íslandi en það er hægt að fá engifer í sýrópi í Hagkaup og er hann geymdur á sama stað og kokkteilber í sýrópi.

Uppskriftin er fengin frá The Kitchn.

Advertisements
, ,

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Kryddbrauð með appelsínu og engifer”

 1. Ásdís Says:

  Gleðilegt sumarfrí! Njóttu!

  Ég er mikill aðdáandi sykraðs engifers en hef ekki farið á stúfana eftir honum síðan ég flutti heim. Hinsvegar gæti ég trúað að hann fengist í heilsubúðunum, svosem Lifandi Markaði eða í Heilsuhúsinu.

  Reply

  • Kristín Gróa Says:

   Já það gæti einmitt vel verið, takk fyrir ábendinguna! Ég flutti smáræði af honum með mér heim frá Bandaríkjunum en er strax farin að kvíða því að hann klárist :)

   Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: